Fyrir hverja er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins? Helga Bragadóttir skrifar 15. desember 2012 06:00 Eftirfarandi dæmisaga úr raunveruleika Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðfestir mikilvægi þess að endurskoða ferla og vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Til að hámarka nýtingu þekkingar og annarra auðlinda er ekki nóg að búa yfir þeim, heldur verður umhverfið og kerfið allt að styðja besta verklag. Fréttir síðustu daga hafa bent á atvik í heilbrigðisþjónustunni sem krefjast þess að við rýnum í alla þætti heilbrigðiskerfisins, hvort heldur er þekkingu og færni starfsmanna, umhverfið, samskiptin, ferlana eða lög og reglugerðir. Ég þekki karlmann á miðjum aldri, sem hefur alltaf verið heilsuhraustur og því lítið þurft að nota heilbrigðiskerfið, en um daginn taldi hann kominn tíma á að hann færi í almenna læknisskoðun. Hann ákvað því að panta tíma hjá sínum heimilislækni. Á mánudegi hringdi hann því á sína heilsugæslustöð í þeim tilgangi. Þegar hann bar upp erindið við ritarann sem svaraði sagði hún að því miður væru allir tímar bókaðir hjá heimilislækni hans næstu tvo daga og ekki væri bókað lengra fram í tímann. Hann yrði því að hringja aftur á fimmtudeginum til að fá tíma á föstudeginum.Beðinn að hringja aftur Þetta gerði maðurinn en viti menn, þegar ritarinn svaraði var allt uppbókað hjá viðkomandi heimilislækni á föstudeginum og ekki teknar niður bókanir lengra fram í tímann. Maðurinn var því beðinn um að hringja aftur á mánudeginum til að panta tíma á þriðjudeginum. Þegar hann svo hringdi á mánudeginum, s.s. viku eftir fyrstu tilraun til að fá tíma, var enginn bókanlegur tími laus hjá heimilislækninum. Þá var langlundargeð mannsins á þrotum og tjáði hann ritaranum að nú væri nóg komið, hann væri búinn að reyna á aðra viku að fá tíma hjá heimilislækninum. Ritarinn sagði þá að afar erfitt væri að fá tíma hjá þessum heimilislækni þar sem hann væri ekki í fullu starfi og væri auk þess umsetinn af sjúklingum með langvinna sjúkdóma. Í ofanálag væri heimilislæknirinn ekkert við þessa viku þar sem hann væri á námskeiði. Maðurinn svaraði á móti að það hefði verið virkilega gott ef honum hefði verið bent á þetta strax viku fyrr. Það hvarflaði nú að honum að e.t.v. væri hreinlega betra og einfaldara að fara til sérfræðilæknis, kannski væri það skilvirkara. En sérfræðings í hvaða grein þá? Kannski væri ráðlegt að tala við heimilislækni símleiðis til að fá ráð um það hvert hann ætti að snúa sér. Hann spurði því ritarann hvort einhverjir læknar væru með símatíma þann daginn. Jú, þrír læknar voru einmitt með símatíma síðar þennan sama dag og einn þeirra, læknir A, væri ekki svo ásetinn. Á slaginu þegar símatími A hófst hringdi maðurinn inn. Eftir nokkra stund svaraði ritari stöðvarinnar, ekki læknirinn, en maðurinn sagðist hafa verið að reyna að ná í lækni A í símatíma. Ritarinn baðst þá afsökunar, læknir A væri ekki við í dag, en hún hefði ekki áttað sig á því þegar hún benti manninum á að hringja í lækninn í símatíma hans.Farsakenndur blær Þessi leiðangur um heilsugæslukerfið var sannarlega farinn að taka á sig farsakenndan blæ. Maðurinn kvaddi því ritarann og skömmu síðar hringdi hann í lækni B í símatíma hans. Í þetta sinn var hann heppinn, eftir u.þ.b. 15 mínútna bið svaraði læknir B og bar maðurinn upp erindið. Og viti menn, eftir stutt samtal ráðlagði læknirinn honum að panta sér tíma hjá heimilislækni. Enn einu sinni hringdi maðurinn á heilsugæslustöðina til að fá hinn eftirsótta tíma hjá heimilislækni. Hvílík sóun! Er þetta kerfið sem höfuðborgarbúar þurfa að búa við? Ég vil taka fram að maðurinn sagði mér að framkoma starfsfólks heilsugæslunnar hefði verið með ágætum í öllum þessum símtölum, það hefði verið alúðlegt og kurteist. Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og menntað starfsfólk en götótt kerfi. Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjármunir fyrir sjúklinginn og heilsugæsluna ef kerfið væri skilvirkara. Ef maðurinn sem um ræðir hefði strax getað talað við heilbrigðisstarfsmann sem hefði getað leiðbeint honum, t.d. hjúkrunarfræðing, hefði mátt þjónusta viðkomandi á skilvirkari hátt, beina honum á réttan stað og jafnvel bóka strax tíma á heilsugæslunni. Enn betra væri ef við höfuðborgarbúar og landsmenn allir byggjum við kerfi eins og t.d. þeir gera á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, þar sem sjúklingar bóka sjálfir sína tíma hjá heilsugæslunni á veraldarvefnum. Eftir þessa farsakenndu reynslusögu er mér spurn, fyrir hverja er heilsugæslan? Hvernig getur kerfið stutt við þjónustuna þannig að þekking og tími starfsmanna nýtist sem best fyrir sjúklinga? Þeirri spurningu verður að svara. Tökum höndum saman, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld og ráðumst að rót vandans, greinum í hverju hann raunverulega felst, tökum málefnalega á honum og horfumst í augu við bestu lausnir. Gerum heilbrigðiskerfið skilvirkara með betri nýtingu mannafla, tækni og tækja. Í því felst raunveruleg hagræðing og bætt þjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Eftirfarandi dæmisaga úr raunveruleika Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðfestir mikilvægi þess að endurskoða ferla og vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Til að hámarka nýtingu þekkingar og annarra auðlinda er ekki nóg að búa yfir þeim, heldur verður umhverfið og kerfið allt að styðja besta verklag. Fréttir síðustu daga hafa bent á atvik í heilbrigðisþjónustunni sem krefjast þess að við rýnum í alla þætti heilbrigðiskerfisins, hvort heldur er þekkingu og færni starfsmanna, umhverfið, samskiptin, ferlana eða lög og reglugerðir. Ég þekki karlmann á miðjum aldri, sem hefur alltaf verið heilsuhraustur og því lítið þurft að nota heilbrigðiskerfið, en um daginn taldi hann kominn tíma á að hann færi í almenna læknisskoðun. Hann ákvað því að panta tíma hjá sínum heimilislækni. Á mánudegi hringdi hann því á sína heilsugæslustöð í þeim tilgangi. Þegar hann bar upp erindið við ritarann sem svaraði sagði hún að því miður væru allir tímar bókaðir hjá heimilislækni hans næstu tvo daga og ekki væri bókað lengra fram í tímann. Hann yrði því að hringja aftur á fimmtudeginum til að fá tíma á föstudeginum.Beðinn að hringja aftur Þetta gerði maðurinn en viti menn, þegar ritarinn svaraði var allt uppbókað hjá viðkomandi heimilislækni á föstudeginum og ekki teknar niður bókanir lengra fram í tímann. Maðurinn var því beðinn um að hringja aftur á mánudeginum til að panta tíma á þriðjudeginum. Þegar hann svo hringdi á mánudeginum, s.s. viku eftir fyrstu tilraun til að fá tíma, var enginn bókanlegur tími laus hjá heimilislækninum. Þá var langlundargeð mannsins á þrotum og tjáði hann ritaranum að nú væri nóg komið, hann væri búinn að reyna á aðra viku að fá tíma hjá heimilislækninum. Ritarinn sagði þá að afar erfitt væri að fá tíma hjá þessum heimilislækni þar sem hann væri ekki í fullu starfi og væri auk þess umsetinn af sjúklingum með langvinna sjúkdóma. Í ofanálag væri heimilislæknirinn ekkert við þessa viku þar sem hann væri á námskeiði. Maðurinn svaraði á móti að það hefði verið virkilega gott ef honum hefði verið bent á þetta strax viku fyrr. Það hvarflaði nú að honum að e.t.v. væri hreinlega betra og einfaldara að fara til sérfræðilæknis, kannski væri það skilvirkara. En sérfræðings í hvaða grein þá? Kannski væri ráðlegt að tala við heimilislækni símleiðis til að fá ráð um það hvert hann ætti að snúa sér. Hann spurði því ritarann hvort einhverjir læknar væru með símatíma þann daginn. Jú, þrír læknar voru einmitt með símatíma síðar þennan sama dag og einn þeirra, læknir A, væri ekki svo ásetinn. Á slaginu þegar símatími A hófst hringdi maðurinn inn. Eftir nokkra stund svaraði ritari stöðvarinnar, ekki læknirinn, en maðurinn sagðist hafa verið að reyna að ná í lækni A í símatíma. Ritarinn baðst þá afsökunar, læknir A væri ekki við í dag, en hún hefði ekki áttað sig á því þegar hún benti manninum á að hringja í lækninn í símatíma hans.Farsakenndur blær Þessi leiðangur um heilsugæslukerfið var sannarlega farinn að taka á sig farsakenndan blæ. Maðurinn kvaddi því ritarann og skömmu síðar hringdi hann í lækni B í símatíma hans. Í þetta sinn var hann heppinn, eftir u.þ.b. 15 mínútna bið svaraði læknir B og bar maðurinn upp erindið. Og viti menn, eftir stutt samtal ráðlagði læknirinn honum að panta sér tíma hjá heimilislækni. Enn einu sinni hringdi maðurinn á heilsugæslustöðina til að fá hinn eftirsótta tíma hjá heimilislækni. Hvílík sóun! Er þetta kerfið sem höfuðborgarbúar þurfa að búa við? Ég vil taka fram að maðurinn sagði mér að framkoma starfsfólks heilsugæslunnar hefði verið með ágætum í öllum þessum símtölum, það hefði verið alúðlegt og kurteist. Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og menntað starfsfólk en götótt kerfi. Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjármunir fyrir sjúklinginn og heilsugæsluna ef kerfið væri skilvirkara. Ef maðurinn sem um ræðir hefði strax getað talað við heilbrigðisstarfsmann sem hefði getað leiðbeint honum, t.d. hjúkrunarfræðing, hefði mátt þjónusta viðkomandi á skilvirkari hátt, beina honum á réttan stað og jafnvel bóka strax tíma á heilsugæslunni. Enn betra væri ef við höfuðborgarbúar og landsmenn allir byggjum við kerfi eins og t.d. þeir gera á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, þar sem sjúklingar bóka sjálfir sína tíma hjá heilsugæslunni á veraldarvefnum. Eftir þessa farsakenndu reynslusögu er mér spurn, fyrir hverja er heilsugæslan? Hvernig getur kerfið stutt við þjónustuna þannig að þekking og tími starfsmanna nýtist sem best fyrir sjúklinga? Þeirri spurningu verður að svara. Tökum höndum saman, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld og ráðumst að rót vandans, greinum í hverju hann raunverulega felst, tökum málefnalega á honum og horfumst í augu við bestu lausnir. Gerum heilbrigðiskerfið skilvirkara með betri nýtingu mannafla, tækni og tækja. Í því felst raunveruleg hagræðing og bætt þjónusta.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun