Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifa 17. október 2025 14:02 Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar