Efni frá lesendum setur svip á útgáfu Fréttablaðsins á aðfangadag í ár: Yfir 250 jólasögur bárust 15. desember 2012 05:00 Lesendur eru hvattir til að senda inn jólalegar myndir. fréttablaðið/vilhelm „Þátttakan fór langt fram úr vonum,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar í jólasögusamkeppni blaðsins. Yfir 250 sögur bárust í keppnina en skilafrestur rann út 5. desember. Sögurnar voru í kjölfarið sendar nafnlausar áfram til dómnefndar, sem velur þrjár bestu sögurnar.Sú sem best þykir birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Í dómnefnd sitja auk Steinunnar rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Arndís Þórarinsdóttir. Sögurnar í keppninni eru af öllu tagi, að sögn Steinunnar. „Margar sögurnar virðast byggja á raunverulegum atburðum; sumir höfundar rifja upp jólahald á árum áður, óvenjulegar aðstæður sem komið hafa upp á jólum eða halda til haga ýmist ljúfum eða sárum minningum tengt hátíðinni. Aðrir gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.“ Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba, auk þess sem sagan birtist í blaðinu. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru United-spjaldtölvur. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Efni frá lesendum setur svip sinn á Fréttablaðið á aðfangadag. Jólamyndasamkeppni blaðsins stendur nú yfir og mun vinningsmyndin prýða forsíðu blaðsins og nokkrar aðrar birtast á jólamyndasíðu. Netfang keppninnar er ljosmyndakeppni@frettabladid.is og frestur til að skila 19. desember. Auk birtingar er bluetooth-hátalari frá Sjónvarpsmarkaðnum og leikhúsmiðar í verðlaun í keppninni. - bs Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Þátttakan fór langt fram úr vonum,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar í jólasögusamkeppni blaðsins. Yfir 250 sögur bárust í keppnina en skilafrestur rann út 5. desember. Sögurnar voru í kjölfarið sendar nafnlausar áfram til dómnefndar, sem velur þrjár bestu sögurnar.Sú sem best þykir birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Í dómnefnd sitja auk Steinunnar rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Arndís Þórarinsdóttir. Sögurnar í keppninni eru af öllu tagi, að sögn Steinunnar. „Margar sögurnar virðast byggja á raunverulegum atburðum; sumir höfundar rifja upp jólahald á árum áður, óvenjulegar aðstæður sem komið hafa upp á jólum eða halda til haga ýmist ljúfum eða sárum minningum tengt hátíðinni. Aðrir gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.“ Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba, auk þess sem sagan birtist í blaðinu. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru United-spjaldtölvur. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Efni frá lesendum setur svip sinn á Fréttablaðið á aðfangadag. Jólamyndasamkeppni blaðsins stendur nú yfir og mun vinningsmyndin prýða forsíðu blaðsins og nokkrar aðrar birtast á jólamyndasíðu. Netfang keppninnar er ljosmyndakeppni@frettabladid.is og frestur til að skila 19. desember. Auk birtingar er bluetooth-hátalari frá Sjónvarpsmarkaðnum og leikhúsmiðar í verðlaun í keppninni. - bs
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira