Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði 14. desember 2012 10:00 Síldin syndir á land í þúsunda vís og drepst. Fjöruborðið sýður af síld sem er að synda á land. mynd/hlynur pétursson Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé. Gríðarlegt magn af síld hefur drepist á fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á síðasta sólarhring. Sérfræðingar eru engu nær um ástæður þessa en síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ólafsvík, var við sýnatökur í Kolgrafafirði í gær. Hann staðfestir að gríðarlegt magn sé dautt og síldarflekkurinn á fjörunni sennilega um ferkílómetri að stærð. Hann varð í orðsins fyllstu merkingu vitni að því þegar síldin synti upp á land. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér, en ég þori þó ekki að fullyrða að magnið sé yfir þúsund tonn. Það er erfitt að meta þetta,“ segir Hlynur. Spurður um hugsanlegar skýringar á síldardauðanum segir Hlynur að við sýnatökuna hafi hann ekki orðið var við ytri einkenni síldarsýkingar, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina um nokkurn tíma. Því verði að leita ástæðunnar fyrir því að síldin drepst í fjörunni í öðru. Kolgrafafjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 sem veldur því að síldin syndir inn í fjörðinn í gegnum þrönga rennu undir brúnni. Hins vegar hafa mælingar Hafrannsóknastofnunar, til dæmis í fyrravetur, sýnt að síld safnast þar saman við viss skilyrði þó fjörðurinn sé ekki stór. Mælingar í fyrravetur bentu til að vel á þriðja hundrað þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þessarar viku benda eins til að mikið magn sé í firðinum nú, örugglega á annað hundrað þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Hlynur mun í dag mæla hitastigið í firðinum. Hann telur mögulegt að sjórinn sé svo kaldur að hann slævi síldina með þessum afleiðingum. Hann telur óráð að gefa sér að svo mikið magn af síld sé í firðinum að það hafi haft þessar afleiðingar. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að atvik eins og þessi hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Helsta vonin sé að fugl leggist í ætið af krafti. Hins vegar skapaðist vandamál vegna rotnandi síldar á fjörum í fyrravetur, en það var rakið til veiða síldarskipa sem hafa tekið kvóta sína á Breiðafirði þar sem stærstur hluti stofnsins heldur sig ár eftir ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé. Gríðarlegt magn af síld hefur drepist á fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á síðasta sólarhring. Sérfræðingar eru engu nær um ástæður þessa en síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ólafsvík, var við sýnatökur í Kolgrafafirði í gær. Hann staðfestir að gríðarlegt magn sé dautt og síldarflekkurinn á fjörunni sennilega um ferkílómetri að stærð. Hann varð í orðsins fyllstu merkingu vitni að því þegar síldin synti upp á land. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér, en ég þori þó ekki að fullyrða að magnið sé yfir þúsund tonn. Það er erfitt að meta þetta,“ segir Hlynur. Spurður um hugsanlegar skýringar á síldardauðanum segir Hlynur að við sýnatökuna hafi hann ekki orðið var við ytri einkenni síldarsýkingar, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina um nokkurn tíma. Því verði að leita ástæðunnar fyrir því að síldin drepst í fjörunni í öðru. Kolgrafafjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 sem veldur því að síldin syndir inn í fjörðinn í gegnum þrönga rennu undir brúnni. Hins vegar hafa mælingar Hafrannsóknastofnunar, til dæmis í fyrravetur, sýnt að síld safnast þar saman við viss skilyrði þó fjörðurinn sé ekki stór. Mælingar í fyrravetur bentu til að vel á þriðja hundrað þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þessarar viku benda eins til að mikið magn sé í firðinum nú, örugglega á annað hundrað þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Hlynur mun í dag mæla hitastigið í firðinum. Hann telur mögulegt að sjórinn sé svo kaldur að hann slævi síldina með þessum afleiðingum. Hann telur óráð að gefa sér að svo mikið magn af síld sé í firðinum að það hafi haft þessar afleiðingar. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að atvik eins og þessi hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Helsta vonin sé að fugl leggist í ætið af krafti. Hins vegar skapaðist vandamál vegna rotnandi síldar á fjörum í fyrravetur, en það var rakið til veiða síldarskipa sem hafa tekið kvóta sína á Breiðafirði þar sem stærstur hluti stofnsins heldur sig ár eftir ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira