Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði 14. desember 2012 10:00 Síldin syndir á land í þúsunda vís og drepst. Fjöruborðið sýður af síld sem er að synda á land. mynd/hlynur pétursson Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé. Gríðarlegt magn af síld hefur drepist á fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á síðasta sólarhring. Sérfræðingar eru engu nær um ástæður þessa en síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ólafsvík, var við sýnatökur í Kolgrafafirði í gær. Hann staðfestir að gríðarlegt magn sé dautt og síldarflekkurinn á fjörunni sennilega um ferkílómetri að stærð. Hann varð í orðsins fyllstu merkingu vitni að því þegar síldin synti upp á land. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér, en ég þori þó ekki að fullyrða að magnið sé yfir þúsund tonn. Það er erfitt að meta þetta,“ segir Hlynur. Spurður um hugsanlegar skýringar á síldardauðanum segir Hlynur að við sýnatökuna hafi hann ekki orðið var við ytri einkenni síldarsýkingar, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina um nokkurn tíma. Því verði að leita ástæðunnar fyrir því að síldin drepst í fjörunni í öðru. Kolgrafafjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 sem veldur því að síldin syndir inn í fjörðinn í gegnum þrönga rennu undir brúnni. Hins vegar hafa mælingar Hafrannsóknastofnunar, til dæmis í fyrravetur, sýnt að síld safnast þar saman við viss skilyrði þó fjörðurinn sé ekki stór. Mælingar í fyrravetur bentu til að vel á þriðja hundrað þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þessarar viku benda eins til að mikið magn sé í firðinum nú, örugglega á annað hundrað þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Hlynur mun í dag mæla hitastigið í firðinum. Hann telur mögulegt að sjórinn sé svo kaldur að hann slævi síldina með þessum afleiðingum. Hann telur óráð að gefa sér að svo mikið magn af síld sé í firðinum að það hafi haft þessar afleiðingar. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að atvik eins og þessi hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Helsta vonin sé að fugl leggist í ætið af krafti. Hins vegar skapaðist vandamál vegna rotnandi síldar á fjörum í fyrravetur, en það var rakið til veiða síldarskipa sem hafa tekið kvóta sína á Breiðafirði þar sem stærstur hluti stofnsins heldur sig ár eftir ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé. Gríðarlegt magn af síld hefur drepist á fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á síðasta sólarhring. Sérfræðingar eru engu nær um ástæður þessa en síldin ber engin ytri merki um sýkingu sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina. Hlynur Pétursson, útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ólafsvík, var við sýnatökur í Kolgrafafirði í gær. Hann staðfestir að gríðarlegt magn sé dautt og síldarflekkurinn á fjörunni sennilega um ferkílómetri að stærð. Hann varð í orðsins fyllstu merkingu vitni að því þegar síldin synti upp á land. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er alveg ljóst að mörg hundruð tonn af síld eru dauð hér, en ég þori þó ekki að fullyrða að magnið sé yfir þúsund tonn. Það er erfitt að meta þetta,“ segir Hlynur. Spurður um hugsanlegar skýringar á síldardauðanum segir Hlynur að við sýnatökuna hafi hann ekki orðið var við ytri einkenni síldarsýkingar, sem herjað hefur á íslensku sumargotssíldina um nokkurn tíma. Því verði að leita ástæðunnar fyrir því að síldin drepst í fjörunni í öðru. Kolgrafafjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi og næsti fjörður austan við Grundarfjörð. Brú var lögð yfir fjörðinn árið 2004 sem veldur því að síldin syndir inn í fjörðinn í gegnum þrönga rennu undir brúnni. Hins vegar hafa mælingar Hafrannsóknastofnunar, til dæmis í fyrravetur, sýnt að síld safnast þar saman við viss skilyrði þó fjörðurinn sé ekki stór. Mælingar í fyrravetur bentu til að vel á þriðja hundrað þúsund tonn voru þá í firðinum. Mælingar frá því í byrjun þessarar viku benda eins til að mikið magn sé í firðinum nú, örugglega á annað hundrað þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Hlynur mun í dag mæla hitastigið í firðinum. Hann telur mögulegt að sjórinn sé svo kaldur að hann slævi síldina með þessum afleiðingum. Hann telur óráð að gefa sér að svo mikið magn af síld sé í firðinum að það hafi haft þessar afleiðingar. Viðmælendur Fréttablaðsins höfðu á orði að atvik eins og þessi hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Helsta vonin sé að fugl leggist í ætið af krafti. Hins vegar skapaðist vandamál vegna rotnandi síldar á fjörum í fyrravetur, en það var rakið til veiða síldarskipa sem hafa tekið kvóta sína á Breiðafirði þar sem stærstur hluti stofnsins heldur sig ár eftir ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira