Hraðfara breytingar ógna tærleika Þingvallavatns 13. desember 2012 06:00 Tær blár litur Þingvallavatns gæti heyrt sögunni til takist ekki að draga úr köfnunarefnismengun sem kemst í vatnið. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. Aukin mengun í Þingvallavatni býr til kjöraðstæður fyrir þörungagróður og ógnar þar með tærleika vatnsins. Mengunin gæti að hluta til tengst slæmu ástandi rotþróa við sumarbústaði á Þingvöllum. „Því er ekki að leyna að það eru að verða hraðfara breytingar á Þingvallavatni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Auðvitað er vatnið í mjög góðu ástandi en það eru merki um hraðfara breytingar.“ Unnið hefur verið að úttekt á ástandi rotþróa við þau 80 sumarhús sem eru á Þingvöllum til að rannsaka þátt þeirra í aukinni mengun, segir Ólafur Örn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru væntanlegar í kringum áramót. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að niðurstöður hjá þeim hluta sumarhúsa sem búið er að vinna úttekt á bendi til þess að talsverðar úrbætur þurfi að gera víða, enda rotþrær víða komnar til ára sinna. „Sumarbústöðum hefur fjölgað gríðarlega við vatnið, en einnig hefur dvöl lengst og viðvera aukist í bústöðunum. Þetta eru orðin svo vegleg hús og vel búin að fólk er þarna meirihluta ársins,“ segir Ólafur Örn. Þetta geti haft áhrif á mengun frá rotþróm. Í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasafn Íslands, sem Umhverfisstofnun hefur nú gert opinber, er vitnað til rannsóknar á Þingvallavatni sem gerð var á fimm ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukinn styrk köfnunarefnis í vatninu. Ólafur Örn segir að þegar köfnunarefni aukist í vatninu á sama tíma og hitastig þess hækki vegna hnattrænnar hlýnunar hafi það svipuð áhrif á þörungagróðurinn og áburður hafi á sprettu túna. Þingvallavatn hefur hingað til verið afar tært vegna lítils þörungagróðurs. Aukist hann verulega mun það hafa þau áhrif að tærleiki vatnsins minnkar, segir Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem vann að rannsókn á Þingvallavatni. Ljóst þykir að aukin mengun í Þingvallavatni eigi rætur að rekja til fleiri þátta en mengunar frá rotþróm. Köfnunarefni berst einnig í vatnið vegna umferðar um þjóðgarðinn, sem hefur aukist verulega vegna nýlegra vegbóta á Lyngdalsheiði. Mengunin berst líka með veðri og vindum, frá umferð og iðnaði á höfuðborgarsvæðinu og meginlandi Evrópu. brjann@frettabladid.is Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira
Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. Aukin mengun í Þingvallavatni býr til kjöraðstæður fyrir þörungagróður og ógnar þar með tærleika vatnsins. Mengunin gæti að hluta til tengst slæmu ástandi rotþróa við sumarbústaði á Þingvöllum. „Því er ekki að leyna að það eru að verða hraðfara breytingar á Þingvallavatni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Auðvitað er vatnið í mjög góðu ástandi en það eru merki um hraðfara breytingar.“ Unnið hefur verið að úttekt á ástandi rotþróa við þau 80 sumarhús sem eru á Þingvöllum til að rannsaka þátt þeirra í aukinni mengun, segir Ólafur Örn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru væntanlegar í kringum áramót. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að niðurstöður hjá þeim hluta sumarhúsa sem búið er að vinna úttekt á bendi til þess að talsverðar úrbætur þurfi að gera víða, enda rotþrær víða komnar til ára sinna. „Sumarbústöðum hefur fjölgað gríðarlega við vatnið, en einnig hefur dvöl lengst og viðvera aukist í bústöðunum. Þetta eru orðin svo vegleg hús og vel búin að fólk er þarna meirihluta ársins,“ segir Ólafur Örn. Þetta geti haft áhrif á mengun frá rotþróm. Í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasafn Íslands, sem Umhverfisstofnun hefur nú gert opinber, er vitnað til rannsóknar á Þingvallavatni sem gerð var á fimm ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukinn styrk köfnunarefnis í vatninu. Ólafur Örn segir að þegar köfnunarefni aukist í vatninu á sama tíma og hitastig þess hækki vegna hnattrænnar hlýnunar hafi það svipuð áhrif á þörungagróðurinn og áburður hafi á sprettu túna. Þingvallavatn hefur hingað til verið afar tært vegna lítils þörungagróðurs. Aukist hann verulega mun það hafa þau áhrif að tærleiki vatnsins minnkar, segir Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem vann að rannsókn á Þingvallavatni. Ljóst þykir að aukin mengun í Þingvallavatni eigi rætur að rekja til fleiri þátta en mengunar frá rotþróm. Köfnunarefni berst einnig í vatnið vegna umferðar um þjóðgarðinn, sem hefur aukist verulega vegna nýlegra vegbóta á Lyngdalsheiði. Mengunin berst líka með veðri og vindum, frá umferð og iðnaði á höfuðborgarsvæðinu og meginlandi Evrópu. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira