Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin 12. desember 2012 05:00 Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir að birgðastaða sé góð hjá bankanum og ný tækni hjálpi til við að halda sjó yfir marga frídaga tengda hátíðunum. Fréttablaðið/GVA Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. „Fimmtudagurinn fyrir jól er okkur mikilvægur,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Aðeins er hægt að gefa blóð einn dag milli jóla og nýárs. „Þetta eru ekki blóðbankajól, þótt auðvitað séu þau frábær fyrir launþega,“ segir Sveinn, en áréttar um leið að Blóðbankinn standi almennt vel hvað lager varðar um þessar mundir. Núna séu til um 700 „einingar“ á lager sem sé því að þakka að bankinn hafi notið jafns og góðs stuðnings blóðgjafa í haust. „En við þekkjum það af fyrri raun að erfitt getur verið að halda uppi nægilegum birgðum í aðdraganda hátíðanna og eins yfir hátíðarnar sjálfar.“ Vegna þess hve frídagar séu nú margir fyrir jól og milli jóla og nýárs þurfi Blóðbankinn að reiða sig á góðar heimsóknir. „Það má kannski nota tækifærið og biðja fólk að athuga opnunartíma okkar og gera það að hluta af jólarúntinum að koma við í Blóðbankanum og gefa alvöru jólagjöf.“ Sveinn segir ekki búið að ákveða hvort gripið verði til viðbótaropnunar á föstudegi fyrir jól eða fyrir áramótahelgina, en Blóðbankinn er almennt lokaður á föstudögum. Því verður til dæmis bara opið fyrir blóðgjafa á fimmtudeginum 27. desember milli jóla og nýárs. „Og þá þurfum við að reiða okkur dálítið á að fólk rífi sig upp frá jólasteikinni til að gefa blóð.“ Auk þess að safna rauðkornum þá safnar Blóðbankinn blóðflögum, en endingar- og geymslutími þeirra er mun skemmri. „Áður gátum við geymt þær í fimm daga, en síðasta hálfa árið höfum við verið að taka í notkun nýja aðferð sem eykur öryggi þeirra og getum nú geymt þær í sjö daga. Þetta auðveldar okkur skipulagningu jólahátíðarinnar núna.“ Sveinn segir að kallaðir séu til einstaklingar til að gefa blóðflögur og þurfi þeir þá að liggja á bekk við gjöfina í einn og hálfan tíma. Nýbreytnin felst í því að hreinsa burt sóttkveikjur í ferlinu, ferli sem á ensku nefnist pathogen inactivation. Aðferðin segir Sveinn að hafi verið tekin upp á landsvísu í Sviss fyrir um ári og æ fleiri blóðbankar víða um heim hafi verið að bætast í hópinn. „Þetta eykur öryggi sjúklinga og auðveldar blóðbönkum að halda birgðir af blóðflögum. Miklar sveiflur geta verið í notkun þeirra og mikilvægt að eiga þær ef sjúklingi blæðir hratt eða ef nota þarf þær handa krabbameinssjúklingi í hjartaaðgerð.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent