Íbúar sannfærðir um að kveikt hafi verið í Sunna skrifar 8. desember 2012 08:00 Slökkviliðsmenn reistu stiga við húsið svo að maðurinn, sem var í íbúð á þriðju hæð, gat komist út um glugga og niður. fréttablaðið/kristján Íbúar við Laugaveg 51 auk eiganda verslunar þar segja íkveikju það eina sem komi til greina þegar eldur braust út í mannlausri íbúð á annarri hæð hússins upp úr hádegi í gær. Ekkert rafmagn hefur verið á íbúðinni í nokkra mánuði. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til þegar vegfarendur sáu mikinn reyk stíga út um glugga húsnæðisins. Manni var bjargað við illan leik út um glugga á þriðju hæð og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Allt húsið er mikið skemmt af reyk. Verslunin Manía er á jarðhæð hússins og urðu miklar skemmdir á henni af völdum vatns og reyks. María Birta Bjarnadóttir, eigandi verslunarinnar, segir enga skýringu geta fundið á eldsupptökum aðra en íkveikju. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Íbúðin hefur verið mannlaus í svo langan tíma. Það er ekki einu sinni rafmagn á henni,“ segir hún. Að hennar sögn eru einungis tveir sófar, borð og eitt rúm inni í íbúðinni, en hún fór þangað inn fyrir nokkrum dögum. Hún hefur enga hugmynd um hver gæti verið þar að verki. Starfsfólk Maníu var í óða önn í gær að bjarga verðmætum í gær. Stórt gat var gert í loftið til að hleypa vatni niður og mikla reykjarlykt lagði um allt rýmið. Óvíst er hvenær verslunin opnar á ný, en María er tryggð fyrir tjóninu. Friðrik Guðmundsson, íbúi á efstu hæð hússins, er sammála Maríu um að ekkert annað komi til greina en að kveikt hafi verið í. „Þetta var íkveikja. Það er ekkert rafmagn á íbúðinni og fólk hefur verið að valsa þarna út og inn í langan tíma. Alls konar fólk og margir með lykla,“ segir hann. „Ég er búinn að berjast gegn því frá árinu 2005 að það sé búið í þessu skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir engin lagaleg skilyrði um slíkt. Ég hef verið í samskiptum við byggingafulltrúa borgarinnar í fjölda ára varðandi þetta, en hann hefur aldrei gert neitt í málinu. Svo endar þetta svona.“ Fleiri íbúar sem Fréttablaðið ræddi við voru á sömu skoðun og Friðrik og María. Slökkviliðsmenn á svæðinu vildu þó ekki taka undir grunsemdir íbúanna, en sögðu málið fara í rannsókn til lögreglu sem myndi skera úr um eldsupptök. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Íbúar við Laugaveg 51 auk eiganda verslunar þar segja íkveikju það eina sem komi til greina þegar eldur braust út í mannlausri íbúð á annarri hæð hússins upp úr hádegi í gær. Ekkert rafmagn hefur verið á íbúðinni í nokkra mánuði. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til þegar vegfarendur sáu mikinn reyk stíga út um glugga húsnæðisins. Manni var bjargað við illan leik út um glugga á þriðju hæð og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Allt húsið er mikið skemmt af reyk. Verslunin Manía er á jarðhæð hússins og urðu miklar skemmdir á henni af völdum vatns og reyks. María Birta Bjarnadóttir, eigandi verslunarinnar, segir enga skýringu geta fundið á eldsupptökum aðra en íkveikju. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Íbúðin hefur verið mannlaus í svo langan tíma. Það er ekki einu sinni rafmagn á henni,“ segir hún. Að hennar sögn eru einungis tveir sófar, borð og eitt rúm inni í íbúðinni, en hún fór þangað inn fyrir nokkrum dögum. Hún hefur enga hugmynd um hver gæti verið þar að verki. Starfsfólk Maníu var í óða önn í gær að bjarga verðmætum í gær. Stórt gat var gert í loftið til að hleypa vatni niður og mikla reykjarlykt lagði um allt rýmið. Óvíst er hvenær verslunin opnar á ný, en María er tryggð fyrir tjóninu. Friðrik Guðmundsson, íbúi á efstu hæð hússins, er sammála Maríu um að ekkert annað komi til greina en að kveikt hafi verið í. „Þetta var íkveikja. Það er ekkert rafmagn á íbúðinni og fólk hefur verið að valsa þarna út og inn í langan tíma. Alls konar fólk og margir með lykla,“ segir hann. „Ég er búinn að berjast gegn því frá árinu 2005 að það sé búið í þessu skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir engin lagaleg skilyrði um slíkt. Ég hef verið í samskiptum við byggingafulltrúa borgarinnar í fjölda ára varðandi þetta, en hann hefur aldrei gert neitt í málinu. Svo endar þetta svona.“ Fleiri íbúar sem Fréttablaðið ræddi við voru á sömu skoðun og Friðrik og María. Slökkviliðsmenn á svæðinu vildu þó ekki taka undir grunsemdir íbúanna, en sögðu málið fara í rannsókn til lögreglu sem myndi skera úr um eldsupptök.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira