Gefa gömlu kjólunum framhaldslíf 7. desember 2012 07:00 Hildur Rósa og starfsfólk 9 lífa á Laugaveginum efna til kjólaskiptimarkaðar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp Jólafréttir Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp
Jólafréttir Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira