Innlent

Safna fyrir bágstöddum börnum

Rauðu nefin sett upp Leikmenn Stjörnunnar og KR settu upp rauðu nefin fyrir leik í Garðabænum í gærkvöldi.fréttablaðið/vilhelm
Rauðu nefin sett upp Leikmenn Stjörnunnar og KR settu upp rauðu nefin fyrir leik í Garðabænum í gærkvöldi.fréttablaðið/vilhelm
Sameinuðu þjóðanna, heldur dag rauða nefsins hátíðlegan í dag. Í kvöld verður svo söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2, þar sem fólk getur lagt sitt af mörkum til Barnahjálparinnar og gerst heimsforeldrar.

Meðal þess sem verður á dagskrá í þættinum í kvöld eru innslög frá Steinda jr. og Spaugstofunni, tónlistaratriði frá Páli Óskari og Moniku og fleirum auk uppistands frá helstu skemmtikröftum landsins. Þá verða sýnd innslög frá heimsókn leikarans Gunnars Hanssonar til Búrkína Fasó, eins fátækasta ríkis í heimi, en þar skoðaði hann aðstæður barna og verkefni UNICEF. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×