Skrítnar stellingar og framandi tækni 29. nóvember 2012 00:01 Það getur verið tímafrekt og erfitt að eignast barn. NORDICPHOTOS/GETTY Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira