Skrítnar stellingar og framandi tækni 29. nóvember 2012 00:01 Það getur verið tímafrekt og erfitt að eignast barn. NORDICPHOTOS/GETTY Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira