Skrítnar stellingar og framandi tækni 29. nóvember 2012 00:01 Það getur verið tímafrekt og erfitt að eignast barn. NORDICPHOTOS/GETTY Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Mér finnst ofsalega margir í kringum mig vera að „reyna" að eignast börn. Ég er á óléttualdrinum og ef þú ert ekki ólétt, þá eru líkur á að þú sért nýbúin að eignast barn eða ert að „reyna" að eignast barn. Ég set „reyna" í gæsalappir því það er enn talað um slíkt í hálfum hljóðum. Það virðist vera einhver skömm yfir því að getnaðarferlið geti tekið nokkra mánuði þó sjálfar samfarirnar taki bara nokkrar mínútur. Karlmenn eiga það til að hafa áhyggjur af hraða og getu sæðis síns og getur gæðaúttekt á slíkum sundköppum gersamlega gert út af við annars stálpaða karlmenn. Konur stinga upp í sig hitamæli, fylgjast með egglosi, reikna út samfaratíðni og stellingar til að hámarka rennsli sundmanna og bíða svo og vona að hin mánaðarlega frænka komi ekki í heimsókn. Það virðist vera aukin vitund um að spurningar sem tengjast fjölgun eða tilraunum til hennar, séu óviðeigandi og mögulega særandi. Þetta er einkamál fólks og aðrir eiga ekki að hnýsast í þeirra kynlíf. Það skil ég vel, en ég er samt að pæla í einu, það að reyna að eignast barn getur sest á sálina og hjartað. Svo ekki sé minnst á þá sem verða óléttir fyrir „slysni", jafnvel við það eitt að horfa hvort á annað, og sitja svo eftir eins og eitt stórt spurningamerki. Ég vildi gjarnan að við myndum tala opinskárra um það ferlið sem getnaður er. Það þarf enginn að fara út í stellingar eða framandi tækni heldur aðeins hvernig upplifunin er og hvaða áhrif þetta hefur á sambandið. Það getur verið ansi stressandi að gelta á makann að stinga honum inn því nú séu kjöraðstæður hjá egginu sem bíður spennt í leiðaranum. Svo ekki sé minnst á nær daglega líkamsathugun þar sem rýnt er í einkenni og ástand og óþægindi eins og viðkvæm brjóst og flökurleiki eru fagnaðarefni. Ég tel að ef þessi umræða væri opnuð þá myndi það létta á mörgum, sérstaklega þeim sem halda að þau séu þau einu sem ekkert gengur hjá. Það að búa til barn getur tekið tíma og það þarf ekki að þýða að eitthvað sé að, þó vissulega geti það hjálpað að fara í skoðun til að fá málin á hreint. Hjá sumum tekur þetta lengri tíma og hjá öðrum skemmri. Báða aðila langar í barn og mikið væri það gott ef það mætti bara ræða án þess að pukrast í hálfum hljóðum með roða í kinnum. Markmiðið er göfugt þó leiðin að því geti verið misjöfn.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið