Óskar Bjarni: Lærdómsríkur og erfiður tími Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2012 08:00 Veturinn verður væntanlega mjög lærdómsríkur fyrir Óskar Bjarna í Danmörku. Byrjunin hefur verið erfið en liðið vann mikilvægan leik um helgina. Mynd/Valli Þjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson hleypti heimdraganum eftir Ólympíuleikana, sagði skilið við Val og tók við danska úrvalsdeildarfélaginu Viborg. Óskar hefur þess utan þurft að draga sig í hlé með íslenska landsliðinu þar sem hann var aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar. Honum veitir ekki af því að nýta alla sína krafta hjá Viborg sem hefur gengið illa í upphafi vetrar og aðeins unnið tvo leiki það sem af er. Gunni er alveg með þetta„Það var sitt lítið af hverju sem spilaði inn í að ég hætti með landsliðið. Gengi liðsins þar á meðal enda erfitt að hoppa í burtu þegar illa gengur. Ég treysti mér ekki í það. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Viborg en ég vissi ekki að það yrði svona erfitt. Ég gat því ekki haldið áfram þó svo mig hefði langað til þess," segir Óskar Bjarni. Hann er mjög ánægður með að Gunnar Magnússon hafi tekið sitt gamla starf en Gunnar var einnig í þjálfarateymi Guðmundar og Óskars. „Gunni er alveg með þetta. Ef hann hefði ekki verið að fara að taka við þessu hefði mér liðið mjög illa yfir því að hafa ekki getað komið og hjálpað til. Sérstaklega þar sem það var nánast enginn undirbúningur í boði fyrir fyrstu leiki Arons með liðið. Ég veit að það er allt í góðu með Gunna innanborðs enda þekkir hann þetta allt út og inn. Þetta snýst ekki um getu Arons, enda voru þetta erfiðar aðstæður fyrir hann, en allir leystu þetta með stæl." Þetta er búið að vera erfittÓskar Bjarni segir að hann sé boðinn og búinn að aðstoða HSÍ og landsliðið eftir bestu getu ef þess er óskað. Núna fara aftur á móti allir kraftar þjálfarans í að rífa Viborg upp. Síðustu vikur hafa eðlilega tekið á þjálfarann enda ekki bara gengið illa á vellinum heldur hefur hans stóra fjölskylda þurft að koma sér fyrir í nýju landi en Óskar Bjarni er giftur og á fjögur börn. „Þetta er búið að vera ansi lærdómsríkur og erfiður tími. Mjög skemmtilegur líka en ég neita því ekki að þetta sé búið að vera erfitt," segir Óskar Bjarni en ofan á allt annað kom hann seint inn í undirbúninginn hjá Viborg þar sem hann var með landsliðinu á ÓL í London. „Það var ákveðin áhætta að hoppa þangað eftir að ég tók þetta starf að mér. Þessi lélegi árangur í upphafi vetrar er samt ekki alfarið því að kenna. Við erum með gríðarlegar breytingar á liðinu, eða átta menn sem var skipt. Svo er liðið 20 milljónum íslenskra króna ódýrara en það var. Það var því vitað að liðið yrði slakara í ár. Ég hefði samt viljað vera kominn með fleiri stig," segir þjálfarinn en það hafa líka verið meiðsli í þunnum leikmannahópi. „Ég sé ekki eftir því að hafa farið til London. Það gaf mér mikið og ég lærði mikið af því. Var með góða aðstoðarþjálfara í Danmörku á meðan sem héldu þessu vel á floti. Gummi var líka að ganga í gegnum miklar breytingar með sitt lið en hann hefur ekki tapað leik á meðan það gengur ömurlega hjá mér. Það er því ekki hægt að kenna Ólympíuleikunum alfarið um þessa byrjun hjá okkur." Ekki raunsætt að komast í úrslitakeppninaHjá Viborg er kvennaliðið stærra en karlaliðið og meira lagt í það. Það er ekki algengt. Óskar segir að það séu miklar kröfur gerðar til kvennaliðs félagsins á meðan það sé stefnt að sæti í úrslitakeppninni hjá körlunum. „Að komast í úrslitakeppnina er háleitt, og jafnvel ekki raunsætt, markmið miðað við mannskapinn sem við höfum í dag. Það eru aftur á móti langtímamarkmið um að bæta fjárhaginn og koma liðinu í topp fjögur eftir nokkur ár. Það á þó eftir að leggja þær línur betur að mínu mati," segir Óskar en liðið varð í sjöunda sæti í fyrra en átta efstu komast í úrslitakeppnina. „Ég finn ekki fyrir mikilli pressu þó svo það gangi illa og ég bjóst kannski við að það yrði meiri pressa. Ég er að fá fínan stuðning við verkefnið og við vinnum okkur út úr þessum vandræðum. Það gera sér allir grein fyrir því að við erum með slakara lið en í fyrra og erum að gera það besta með þann mannskap sem er til staðar." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Þjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson hleypti heimdraganum eftir Ólympíuleikana, sagði skilið við Val og tók við danska úrvalsdeildarfélaginu Viborg. Óskar hefur þess utan þurft að draga sig í hlé með íslenska landsliðinu þar sem hann var aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar. Honum veitir ekki af því að nýta alla sína krafta hjá Viborg sem hefur gengið illa í upphafi vetrar og aðeins unnið tvo leiki það sem af er. Gunni er alveg með þetta„Það var sitt lítið af hverju sem spilaði inn í að ég hætti með landsliðið. Gengi liðsins þar á meðal enda erfitt að hoppa í burtu þegar illa gengur. Ég treysti mér ekki í það. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Viborg en ég vissi ekki að það yrði svona erfitt. Ég gat því ekki haldið áfram þó svo mig hefði langað til þess," segir Óskar Bjarni. Hann er mjög ánægður með að Gunnar Magnússon hafi tekið sitt gamla starf en Gunnar var einnig í þjálfarateymi Guðmundar og Óskars. „Gunni er alveg með þetta. Ef hann hefði ekki verið að fara að taka við þessu hefði mér liðið mjög illa yfir því að hafa ekki getað komið og hjálpað til. Sérstaklega þar sem það var nánast enginn undirbúningur í boði fyrir fyrstu leiki Arons með liðið. Ég veit að það er allt í góðu með Gunna innanborðs enda þekkir hann þetta allt út og inn. Þetta snýst ekki um getu Arons, enda voru þetta erfiðar aðstæður fyrir hann, en allir leystu þetta með stæl." Þetta er búið að vera erfittÓskar Bjarni segir að hann sé boðinn og búinn að aðstoða HSÍ og landsliðið eftir bestu getu ef þess er óskað. Núna fara aftur á móti allir kraftar þjálfarans í að rífa Viborg upp. Síðustu vikur hafa eðlilega tekið á þjálfarann enda ekki bara gengið illa á vellinum heldur hefur hans stóra fjölskylda þurft að koma sér fyrir í nýju landi en Óskar Bjarni er giftur og á fjögur börn. „Þetta er búið að vera ansi lærdómsríkur og erfiður tími. Mjög skemmtilegur líka en ég neita því ekki að þetta sé búið að vera erfitt," segir Óskar Bjarni en ofan á allt annað kom hann seint inn í undirbúninginn hjá Viborg þar sem hann var með landsliðinu á ÓL í London. „Það var ákveðin áhætta að hoppa þangað eftir að ég tók þetta starf að mér. Þessi lélegi árangur í upphafi vetrar er samt ekki alfarið því að kenna. Við erum með gríðarlegar breytingar á liðinu, eða átta menn sem var skipt. Svo er liðið 20 milljónum íslenskra króna ódýrara en það var. Það var því vitað að liðið yrði slakara í ár. Ég hefði samt viljað vera kominn með fleiri stig," segir þjálfarinn en það hafa líka verið meiðsli í þunnum leikmannahópi. „Ég sé ekki eftir því að hafa farið til London. Það gaf mér mikið og ég lærði mikið af því. Var með góða aðstoðarþjálfara í Danmörku á meðan sem héldu þessu vel á floti. Gummi var líka að ganga í gegnum miklar breytingar með sitt lið en hann hefur ekki tapað leik á meðan það gengur ömurlega hjá mér. Það er því ekki hægt að kenna Ólympíuleikunum alfarið um þessa byrjun hjá okkur." Ekki raunsætt að komast í úrslitakeppninaHjá Viborg er kvennaliðið stærra en karlaliðið og meira lagt í það. Það er ekki algengt. Óskar segir að það séu miklar kröfur gerðar til kvennaliðs félagsins á meðan það sé stefnt að sæti í úrslitakeppninni hjá körlunum. „Að komast í úrslitakeppnina er háleitt, og jafnvel ekki raunsætt, markmið miðað við mannskapinn sem við höfum í dag. Það eru aftur á móti langtímamarkmið um að bæta fjárhaginn og koma liðinu í topp fjögur eftir nokkur ár. Það á þó eftir að leggja þær línur betur að mínu mati," segir Óskar en liðið varð í sjöunda sæti í fyrra en átta efstu komast í úrslitakeppnina. „Ég finn ekki fyrir mikilli pressu þó svo það gangi illa og ég bjóst kannski við að það yrði meiri pressa. Ég er að fá fínan stuðning við verkefnið og við vinnum okkur út úr þessum vandræðum. Það gera sér allir grein fyrir því að við erum með slakara lið en í fyrra og erum að gera það besta með þann mannskap sem er til staðar."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira