Innlent

Halda uppi málstað Íslendinga

Íslenskum stjórnvöldum og hagsmunaaðilum þótti mikilvægt að halda málstað Íslendinga á lofti og réðu til þess almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller. Fréttablaðið /Óskar
Íslenskum stjórnvöldum og hagsmunaaðilum þótti mikilvægt að halda málstað Íslendinga á lofti og réðu til þess almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller. Fréttablaðið /Óskar
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur verið ráðið til að aðstoða íslensk stjórnvöld til að halda uppi málstað Íslendinga í makríldeilunni og Icesave-málinu. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir að verja allt að 26 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári.

Atvinnuvega- og utanríkisráðuneyti fengu Burson-Marsteller til verksins. Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra, segir að fyrirtækið muni fylgjast með umræðu um málefni tengd Íslandi, sérstaklega makríldeiluna, í erlendum fjölmiðlum og gefa stjórnvöldum ráð um viðbrögð ef þeirra gerist þörf.

„Sumir gagnaðilar Íslands hafa verið með stórar yfirlýsingar sem eru skaðlegar Íslandi og íslenskum hagsmunum, sérstaklega í sjávarútvegi,“ segir Huginn. „Íslensku samninganefndinni, utanríkismálanefnd Alþingis og hagsmunaaðilum fannst sem sjónarmið Íslands kæmu hvergi fram í erlendum fjölmiðlum. Þar sem um mikið hagsmunamál er að ræða fyrir Ísland var því ákveðið að leita eftir ráðgjöf til að tryggja að þeim sterku rökum sem Ísland hefur í makríldeilunni yrði komið á framfæri.“

Varðandi þóknun Burson-Marsteller segir Huginn að óvíst sé hvort öll upphæðin verði nýtt, en það velti á því hvernig deilan þróist og hvort þörf verði fyrir þjónustu fyrirtækisins.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×