Í bílstjórasætinu í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. Mynd/AFP Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira