Innlent

Skjálftarnir finnast vel í byggð

Jarðskjálftahrinan fyrir norðan hefur staðið yfir með hléum síðan í september.mynd/friðrik þór halldórsson
Jarðskjálftahrinan fyrir norðan hefur staðið yfir með hléum síðan í september.mynd/friðrik þór halldórsson
Jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi hélt áfram um helgina en á laugardag mældust skjálftar rétt undir 4,0 á Richter. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Þeir sterkustu fundust víða í byggð, til dæmis á Siglufirði og Dalvík.

Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands segir að stærstu skjálftarnir um helgina hafi verið 3,8 stig á laugardaginn og 3,4 stig í gær. Upptök stóra skjálftans á laugardag voru 16 kílómetra norðvestur af Gjögurtá við mynni Eyjafjarðar en upptök stærsta skjálftans í gær voru 20 kílómetra út af Siglufirði. Fjöldi smáskjálfta mældist við upptakasvæði stærsta skjálftans í hrinunni til þessa en hann reið yfir 21. október og var 5,6 stig.

Áfram verður fylgst náið með svæðinu hjá jarðskjálftavakt Veðurstofunnar eins og undanfarnar vikur en jarðskjálftahrinan fyrir norðan hófst í september. Þann 21. október varð stærsti skjálftinn, 5,6 stig, eins og áður segir. Hann fannst um allt Norðurland, og reyndar víðar. Þessi skjálfti var sá stærsti á svæðinu um nokkurt skeið en viðlíka jarðskjálftahrina gekk yfir árin 1996 og 2004. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×