Innlent

Sykur á plötusamning ytra

"Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við bresku útgáfuna Wall of Sound. Útgáfan sérhæfir sig í elektrónískri danstónlist og hefur meðal annarra norsku rafsveitina Röyksopp og Grace Jones innan sinna vébanda.

Önnur plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og henni dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound, en alls kemur sveitin fimm sinnum fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hófst í gær. Spurður um fjárhagslegan ávinning af samningnum segir Halldór: "Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með!"


Tengdar fréttir

Sykur til Wall of Sound

"Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×