"Ég er ekki James Bond“ 24. október 2012 00:01 Hann er þekktur fyrir að bjarga deginum með vopn í annarri hendi, myndarlegan kvenmann upp á hinn arminn og martíní – hristan, ekki hrærðan – í blóðrásinni. Sif Sigmarsdóttir hitti Daniel Craig sem fer með hlutverk James Bond í 23. Bond-myndinni sem verður frumsýnd á föstudaginn. Þegar Daniel Craig gengur jakkafataklæddur inn í hversdagslegt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistarverurnar. Nærvera hans er þrúgandi. Eins og Bond er hann brúnaþungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Það er eins og hann sé á varðbergi. Eins og hann skimi um eftir launmorðingja sem gæti leynst á bak við næstu hurð. Eins og hann vænti þess að á hverri stundu komi óvinur svífandi inn um herbergisgluggann á mótorhjóli sveiflandi hríðskotariffli. En svo býður hann góðan daginn. Kímið bros færist yfir grófgert andlitið og birtan í vatnsbláum augunum hrekur burt Lundúnagrámann sem er eini óvelkomni gesturinn sem berst inn um gluggann. Vildi aldrei verða Bond"Ég er ekki James Bond," segir Craig og hlær mildum hlátri. "Ég er eins langt frá James Bond og hægt er að vera. Það sem ég geri á kvikmyndatjaldinu er algjör tilbúningur, algjör uppspuni. En ég reyni að láta þetta líta eins raunverulega út og ég get." Hann segist gera sér grein fyrir að marga karlmenn dreymi um að vera Bond en hann sé ekki einn þeirra. "Ég vildi aldrei vera James Bond." Gamansemi gætir í röddinni. "Það er leikáskorun að þurfa að þykjast vera þessi ofurnjósnari. Ég er enginn ofurnjósnari. Ég er aðeins stráklingur frá Liverpool." Lét gagnrýni ekki á sig fáFyrir sjö árum, þegar fyrst var tilkynnt um að Craig ætti að leika Bond, varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var á sama máli. Vefsíðan Danielcraigisnotbond.com var sett í loftið. Í fjölmiðlum var hann uppnefndur herra Kartöfluhaus. Hann var sagður of lágvaxinn til að geta verið Bond, of ljóshærður og eyrun á honum of útstæð. Hann þótti skorta fágað yfirbragð njósnarans í alla staði. Aðdáendur hvöttu til þess að myndin yrði sniðgengin. Craig segist þó lítið hafa kippt sér upp við írafárið. "Ég var óhræddur við að taka að mér hlutverkið því við vorum með gott handrit í höndunum. Ég hef verið leikari lengi og ég veit að ef handritið er gott og teymið á bak við myndina er gott þá er hægt að gera þetta vel. Ég var gagnrýndur í fjölmiðlum en ég gat ekki látið það á mig fá því ég hafði verk að vinna." Þeir sem níddu skóinn af Craig urðu að éta orð sín ofan í sig þegar frumraun hans sem Bond, Casino Royale, leit dagsins ljós síðla árs 2006. Craig hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverkið. Verið getur þó að Craig hafi ekki jafnharðan skráp og hann vill vera láta. Spurður út í dræmar umsagnir um aðra Bond mynd hans, Quantum of Solace frá árinu 2008, hrekkur hann umsvifalaust í vörn. "Maður gerir það besta sem maður getur og það er það sem við gerðum." En gremjan bráir jafnskjótt af honum og víkur fyrir glettnu brosinu. Hann hefur ástæðu til að brosa. Nýjasta Bond-myndin, Skyfall, hefur hlotið afbragðsgóða dóma en hún hefur bæði þótt mikið sjónarspil og óvenju áhugaverð saga. Í gagnrýni um myndina í dagblaðinu Daily Mail er Craig jafnframt sagður besti Bond allra tíma. Hasar í bland við góða söguDrungaleg túlkun Craigs á Bond er þungamiðja Skyfall. Sjaldan hefur Bond verið jafnberskjaldaður. Craig vill þó ekki meina að aukin áhersla á persónusköpun sem og söguþráð í myndinni komi niður á eltingaleikjunum og fantasíu-elementunum sem Bond er þekktur fyrir. "Enginn segir að "aksjón" og ævintýri fari ekki saman við vandaða sögu og flókinn karakter." Craig segist hafa viljað gera aðdáendunum til geðs í Skyfall en einnig gera eitthvað nýtt í túlkun sinni á Bond. "Hann er kannski aðeins meiri tilfinningavera en hann hefur verið hingað til. En þetta er ekki karakter í Chekov eða Ibsen eða Shakespeare. Þetta er James Bond." Daniel Craig lætur sér ábyrgðina sem fylgir Bond-hlutverkinu í léttu rúmi liggja. "Ég er ótrúlega stoltur af því að vera hluti af einhverju sem hefur enst svona lengi og hefur notið svona mikillar velgengni. Ég fæ mikið "kikk" út úr því." Hann stendur upp og kveður og gengur hægum skrefum út úr hótelherberginu – því þótt vel sniðin jakkafötin, breiðar axlirnar og sverir kjálkarnir virðist benda til annars er hann ekki James Bond. Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Hann er þekktur fyrir að bjarga deginum með vopn í annarri hendi, myndarlegan kvenmann upp á hinn arminn og martíní – hristan, ekki hrærðan – í blóðrásinni. Sif Sigmarsdóttir hitti Daniel Craig sem fer með hlutverk James Bond í 23. Bond-myndinni sem verður frumsýnd á föstudaginn. Þegar Daniel Craig gengur jakkafataklæddur inn í hversdagslegt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistarverurnar. Nærvera hans er þrúgandi. Eins og Bond er hann brúnaþungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Það er eins og hann sé á varðbergi. Eins og hann skimi um eftir launmorðingja sem gæti leynst á bak við næstu hurð. Eins og hann vænti þess að á hverri stundu komi óvinur svífandi inn um herbergisgluggann á mótorhjóli sveiflandi hríðskotariffli. En svo býður hann góðan daginn. Kímið bros færist yfir grófgert andlitið og birtan í vatnsbláum augunum hrekur burt Lundúnagrámann sem er eini óvelkomni gesturinn sem berst inn um gluggann. Vildi aldrei verða Bond"Ég er ekki James Bond," segir Craig og hlær mildum hlátri. "Ég er eins langt frá James Bond og hægt er að vera. Það sem ég geri á kvikmyndatjaldinu er algjör tilbúningur, algjör uppspuni. En ég reyni að láta þetta líta eins raunverulega út og ég get." Hann segist gera sér grein fyrir að marga karlmenn dreymi um að vera Bond en hann sé ekki einn þeirra. "Ég vildi aldrei vera James Bond." Gamansemi gætir í röddinni. "Það er leikáskorun að þurfa að þykjast vera þessi ofurnjósnari. Ég er enginn ofurnjósnari. Ég er aðeins stráklingur frá Liverpool." Lét gagnrýni ekki á sig fáFyrir sjö árum, þegar fyrst var tilkynnt um að Craig ætti að leika Bond, varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var á sama máli. Vefsíðan Danielcraigisnotbond.com var sett í loftið. Í fjölmiðlum var hann uppnefndur herra Kartöfluhaus. Hann var sagður of lágvaxinn til að geta verið Bond, of ljóshærður og eyrun á honum of útstæð. Hann þótti skorta fágað yfirbragð njósnarans í alla staði. Aðdáendur hvöttu til þess að myndin yrði sniðgengin. Craig segist þó lítið hafa kippt sér upp við írafárið. "Ég var óhræddur við að taka að mér hlutverkið því við vorum með gott handrit í höndunum. Ég hef verið leikari lengi og ég veit að ef handritið er gott og teymið á bak við myndina er gott þá er hægt að gera þetta vel. Ég var gagnrýndur í fjölmiðlum en ég gat ekki látið það á mig fá því ég hafði verk að vinna." Þeir sem níddu skóinn af Craig urðu að éta orð sín ofan í sig þegar frumraun hans sem Bond, Casino Royale, leit dagsins ljós síðla árs 2006. Craig hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverkið. Verið getur þó að Craig hafi ekki jafnharðan skráp og hann vill vera láta. Spurður út í dræmar umsagnir um aðra Bond mynd hans, Quantum of Solace frá árinu 2008, hrekkur hann umsvifalaust í vörn. "Maður gerir það besta sem maður getur og það er það sem við gerðum." En gremjan bráir jafnskjótt af honum og víkur fyrir glettnu brosinu. Hann hefur ástæðu til að brosa. Nýjasta Bond-myndin, Skyfall, hefur hlotið afbragðsgóða dóma en hún hefur bæði þótt mikið sjónarspil og óvenju áhugaverð saga. Í gagnrýni um myndina í dagblaðinu Daily Mail er Craig jafnframt sagður besti Bond allra tíma. Hasar í bland við góða söguDrungaleg túlkun Craigs á Bond er þungamiðja Skyfall. Sjaldan hefur Bond verið jafnberskjaldaður. Craig vill þó ekki meina að aukin áhersla á persónusköpun sem og söguþráð í myndinni komi niður á eltingaleikjunum og fantasíu-elementunum sem Bond er þekktur fyrir. "Enginn segir að "aksjón" og ævintýri fari ekki saman við vandaða sögu og flókinn karakter." Craig segist hafa viljað gera aðdáendunum til geðs í Skyfall en einnig gera eitthvað nýtt í túlkun sinni á Bond. "Hann er kannski aðeins meiri tilfinningavera en hann hefur verið hingað til. En þetta er ekki karakter í Chekov eða Ibsen eða Shakespeare. Þetta er James Bond." Daniel Craig lætur sér ábyrgðina sem fylgir Bond-hlutverkinu í léttu rúmi liggja. "Ég er ótrúlega stoltur af því að vera hluti af einhverju sem hefur enst svona lengi og hefur notið svona mikillar velgengni. Ég fæ mikið "kikk" út úr því." Hann stendur upp og kveður og gengur hægum skrefum út úr hótelherberginu – því þótt vel sniðin jakkafötin, breiðar axlirnar og sverir kjálkarnir virðist benda til annars er hann ekki James Bond.
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira