"Ég er ekki James Bond“ 24. október 2012 00:01 Hann er þekktur fyrir að bjarga deginum með vopn í annarri hendi, myndarlegan kvenmann upp á hinn arminn og martíní – hristan, ekki hrærðan – í blóðrásinni. Sif Sigmarsdóttir hitti Daniel Craig sem fer með hlutverk James Bond í 23. Bond-myndinni sem verður frumsýnd á föstudaginn. Þegar Daniel Craig gengur jakkafataklæddur inn í hversdagslegt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistarverurnar. Nærvera hans er þrúgandi. Eins og Bond er hann brúnaþungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Það er eins og hann sé á varðbergi. Eins og hann skimi um eftir launmorðingja sem gæti leynst á bak við næstu hurð. Eins og hann vænti þess að á hverri stundu komi óvinur svífandi inn um herbergisgluggann á mótorhjóli sveiflandi hríðskotariffli. En svo býður hann góðan daginn. Kímið bros færist yfir grófgert andlitið og birtan í vatnsbláum augunum hrekur burt Lundúnagrámann sem er eini óvelkomni gesturinn sem berst inn um gluggann. Vildi aldrei verða Bond"Ég er ekki James Bond," segir Craig og hlær mildum hlátri. "Ég er eins langt frá James Bond og hægt er að vera. Það sem ég geri á kvikmyndatjaldinu er algjör tilbúningur, algjör uppspuni. En ég reyni að láta þetta líta eins raunverulega út og ég get." Hann segist gera sér grein fyrir að marga karlmenn dreymi um að vera Bond en hann sé ekki einn þeirra. "Ég vildi aldrei vera James Bond." Gamansemi gætir í röddinni. "Það er leikáskorun að þurfa að þykjast vera þessi ofurnjósnari. Ég er enginn ofurnjósnari. Ég er aðeins stráklingur frá Liverpool." Lét gagnrýni ekki á sig fáFyrir sjö árum, þegar fyrst var tilkynnt um að Craig ætti að leika Bond, varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var á sama máli. Vefsíðan Danielcraigisnotbond.com var sett í loftið. Í fjölmiðlum var hann uppnefndur herra Kartöfluhaus. Hann var sagður of lágvaxinn til að geta verið Bond, of ljóshærður og eyrun á honum of útstæð. Hann þótti skorta fágað yfirbragð njósnarans í alla staði. Aðdáendur hvöttu til þess að myndin yrði sniðgengin. Craig segist þó lítið hafa kippt sér upp við írafárið. "Ég var óhræddur við að taka að mér hlutverkið því við vorum með gott handrit í höndunum. Ég hef verið leikari lengi og ég veit að ef handritið er gott og teymið á bak við myndina er gott þá er hægt að gera þetta vel. Ég var gagnrýndur í fjölmiðlum en ég gat ekki látið það á mig fá því ég hafði verk að vinna." Þeir sem níddu skóinn af Craig urðu að éta orð sín ofan í sig þegar frumraun hans sem Bond, Casino Royale, leit dagsins ljós síðla árs 2006. Craig hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverkið. Verið getur þó að Craig hafi ekki jafnharðan skráp og hann vill vera láta. Spurður út í dræmar umsagnir um aðra Bond mynd hans, Quantum of Solace frá árinu 2008, hrekkur hann umsvifalaust í vörn. "Maður gerir það besta sem maður getur og það er það sem við gerðum." En gremjan bráir jafnskjótt af honum og víkur fyrir glettnu brosinu. Hann hefur ástæðu til að brosa. Nýjasta Bond-myndin, Skyfall, hefur hlotið afbragðsgóða dóma en hún hefur bæði þótt mikið sjónarspil og óvenju áhugaverð saga. Í gagnrýni um myndina í dagblaðinu Daily Mail er Craig jafnframt sagður besti Bond allra tíma. Hasar í bland við góða söguDrungaleg túlkun Craigs á Bond er þungamiðja Skyfall. Sjaldan hefur Bond verið jafnberskjaldaður. Craig vill þó ekki meina að aukin áhersla á persónusköpun sem og söguþráð í myndinni komi niður á eltingaleikjunum og fantasíu-elementunum sem Bond er þekktur fyrir. "Enginn segir að "aksjón" og ævintýri fari ekki saman við vandaða sögu og flókinn karakter." Craig segist hafa viljað gera aðdáendunum til geðs í Skyfall en einnig gera eitthvað nýtt í túlkun sinni á Bond. "Hann er kannski aðeins meiri tilfinningavera en hann hefur verið hingað til. En þetta er ekki karakter í Chekov eða Ibsen eða Shakespeare. Þetta er James Bond." Daniel Craig lætur sér ábyrgðina sem fylgir Bond-hlutverkinu í léttu rúmi liggja. "Ég er ótrúlega stoltur af því að vera hluti af einhverju sem hefur enst svona lengi og hefur notið svona mikillar velgengni. Ég fæ mikið "kikk" út úr því." Hann stendur upp og kveður og gengur hægum skrefum út úr hótelherberginu – því þótt vel sniðin jakkafötin, breiðar axlirnar og sverir kjálkarnir virðist benda til annars er hann ekki James Bond. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hann er þekktur fyrir að bjarga deginum með vopn í annarri hendi, myndarlegan kvenmann upp á hinn arminn og martíní – hristan, ekki hrærðan – í blóðrásinni. Sif Sigmarsdóttir hitti Daniel Craig sem fer með hlutverk James Bond í 23. Bond-myndinni sem verður frumsýnd á föstudaginn. Þegar Daniel Craig gengur jakkafataklæddur inn í hversdagslegt hótelherbergi í Lundúnum þar sem blaðamaður bíður hans er sem skuggi færist yfir vistarverurnar. Nærvera hans er þrúgandi. Eins og Bond er hann brúnaþungur. Varirnar eru herptar og augun flökta. Það er eins og hann sé á varðbergi. Eins og hann skimi um eftir launmorðingja sem gæti leynst á bak við næstu hurð. Eins og hann vænti þess að á hverri stundu komi óvinur svífandi inn um herbergisgluggann á mótorhjóli sveiflandi hríðskotariffli. En svo býður hann góðan daginn. Kímið bros færist yfir grófgert andlitið og birtan í vatnsbláum augunum hrekur burt Lundúnagrámann sem er eini óvelkomni gesturinn sem berst inn um gluggann. Vildi aldrei verða Bond"Ég er ekki James Bond," segir Craig og hlær mildum hlátri. "Ég er eins langt frá James Bond og hægt er að vera. Það sem ég geri á kvikmyndatjaldinu er algjör tilbúningur, algjör uppspuni. En ég reyni að láta þetta líta eins raunverulega út og ég get." Hann segist gera sér grein fyrir að marga karlmenn dreymi um að vera Bond en hann sé ekki einn þeirra. "Ég vildi aldrei vera James Bond." Gamansemi gætir í röddinni. "Það er leikáskorun að þurfa að þykjast vera þessi ofurnjósnari. Ég er enginn ofurnjósnari. Ég er aðeins stráklingur frá Liverpool." Lét gagnrýni ekki á sig fáFyrir sjö árum, þegar fyrst var tilkynnt um að Craig ætti að leika Bond, varð ekki þverfótað fyrir fólki sem var á sama máli. Vefsíðan Danielcraigisnotbond.com var sett í loftið. Í fjölmiðlum var hann uppnefndur herra Kartöfluhaus. Hann var sagður of lágvaxinn til að geta verið Bond, of ljóshærður og eyrun á honum of útstæð. Hann þótti skorta fágað yfirbragð njósnarans í alla staði. Aðdáendur hvöttu til þess að myndin yrði sniðgengin. Craig segist þó lítið hafa kippt sér upp við írafárið. "Ég var óhræddur við að taka að mér hlutverkið því við vorum með gott handrit í höndunum. Ég hef verið leikari lengi og ég veit að ef handritið er gott og teymið á bak við myndina er gott þá er hægt að gera þetta vel. Ég var gagnrýndur í fjölmiðlum en ég gat ekki látið það á mig fá því ég hafði verk að vinna." Þeir sem níddu skóinn af Craig urðu að éta orð sín ofan í sig þegar frumraun hans sem Bond, Casino Royale, leit dagsins ljós síðla árs 2006. Craig hlaut lof gagnrýnenda fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverkið. Verið getur þó að Craig hafi ekki jafnharðan skráp og hann vill vera láta. Spurður út í dræmar umsagnir um aðra Bond mynd hans, Quantum of Solace frá árinu 2008, hrekkur hann umsvifalaust í vörn. "Maður gerir það besta sem maður getur og það er það sem við gerðum." En gremjan bráir jafnskjótt af honum og víkur fyrir glettnu brosinu. Hann hefur ástæðu til að brosa. Nýjasta Bond-myndin, Skyfall, hefur hlotið afbragðsgóða dóma en hún hefur bæði þótt mikið sjónarspil og óvenju áhugaverð saga. Í gagnrýni um myndina í dagblaðinu Daily Mail er Craig jafnframt sagður besti Bond allra tíma. Hasar í bland við góða söguDrungaleg túlkun Craigs á Bond er þungamiðja Skyfall. Sjaldan hefur Bond verið jafnberskjaldaður. Craig vill þó ekki meina að aukin áhersla á persónusköpun sem og söguþráð í myndinni komi niður á eltingaleikjunum og fantasíu-elementunum sem Bond er þekktur fyrir. "Enginn segir að "aksjón" og ævintýri fari ekki saman við vandaða sögu og flókinn karakter." Craig segist hafa viljað gera aðdáendunum til geðs í Skyfall en einnig gera eitthvað nýtt í túlkun sinni á Bond. "Hann er kannski aðeins meiri tilfinningavera en hann hefur verið hingað til. En þetta er ekki karakter í Chekov eða Ibsen eða Shakespeare. Þetta er James Bond." Daniel Craig lætur sér ábyrgðina sem fylgir Bond-hlutverkinu í léttu rúmi liggja. "Ég er ótrúlega stoltur af því að vera hluti af einhverju sem hefur enst svona lengi og hefur notið svona mikillar velgengni. Ég fæ mikið "kikk" út úr því." Hann stendur upp og kveður og gengur hægum skrefum út úr hótelherberginu – því þótt vel sniðin jakkafötin, breiðar axlirnar og sverir kjálkarnir virðist benda til annars er hann ekki James Bond.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira