Sönn og sérstök sakamál 20. október 2012 00:01 Þrír hafa hlotið fangelsisdóma fyrir afbrot tengd bankahruninu. Þessir þrír dómar eru samtals ellefu ár að þyngd og ef til vill vísbending um það sem koma skal í þeim sakamálum sem þegar hafa ratað til dómstóla og öllum þeim sem enn eru ekki komin svo langt. Það gekk ekki þrautalaust að hefja sakamálarannsóknir tengdar bankahruninu. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað með lögum í desember 2008 en fyrsta atrenna að því að ráða manneskju yfir embættið bar ekki árangur. Það sótti einfaldlega ekki nokkur maður um. Þá voru góð ráð dýr; yfirvöld fóru á stúfana og fengu loks sýslumann ofan af Akranesi til að gefa kost á sér. Ólafur Þór Hauksson hét sá og hann hefur síðan verið meðal mest áberandi manna í íslensku þjóðlífi. Ólafur fékk til liðs við sig saksóknara og starfsfólk – ekki margt í upphafi en því hefur fjölgað gríðarlega í nokkrum áföngum. Og stjórnvöld fengu honum til ráðgjafar norsk-franska rannsóknardómarann Evu Joly, sem komst hálfpartinn í dýrlingatölu á Íslandi, ekki síst vegna þess hversu opinskátt hún leyfði sér að tala um glæpina sem hún fullyrti að hér hefðu verið framdir. Rassíur, varðhöld og dómarFimm mánuðum síðar, í maí 2009, var ráðist í fyrstu stóru aðgerðina. Leitað var á tólf stöðum og tuttugu voru yfirheyrðir vegna lána Kaupþings til sjeiksins Al Thani frá Katar. Það mál leiddi til ákæru í sumar. Síðan hefur hver rassían rekið aðra og varla til sá íslenski banka- og fjármálajöfur sem ekki hefur gefið skýrslu í húsakynnum embættisins. Sérstakur saksóknari hefur einnig talið nauðsynlegt að beita þvingandi úrræðum á borð við farbann og gæsluvarðhald. Sá fyrsti sem sætti slíkri meðferð var Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sem var úrskurðaður í farbann í desember 2009 vegna rannsóknar Exeter-málsins. Síðan hafa fyrrverandi hæstráðendur Kaupþings og Landsbankans, meðal annarra, sætt varðhaldi og farbönnum. Fyrsti dómur í máli sérstaks saksóknara féll í fyrravor, þegar Baldur Guðlaugson, sem áður var einn æðsti embættismaður landsins, var dæmdur í fangelsi fyrir innherjasvik. Raunar hafa bara tvö mál embættisins verið tekin til dóms, og bæði endað með sakfellingu – það síðara þurfti reyndar kollvörpun Hæstaréttar til. Stöndum Frökkum á sporðiEmbættið hefur vaxið gríðarlega. Í upphafi voru þar innan við tíu manns, en síðan hefur þeim fjölgað stig af stigi og eru nú orðnir ríflega hundrað talsins. Eva Joly lét hafa eftir sér að embættið væri orðið jafnöflugt og franska efnahagsbrotalögreglan í París. Áætlanir þess um útgefnar ákærur hafa hins vegar ekki gengið eftir. Til stóð að reyna að gefa út níu ákærur árið 2010 og 81 á árunum 2011 til 2013. Enn hefur hins vegar ekki verið ákært nema í átta málum sem tengja má bankahruninu. Við það bætist þó fjöldinn allur af ákærum, einkum fyrir skattalagabrot, í málum sem embættið fékk í fangið þegar það sameinaðist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Fjöldi hrunmálanna sem er til rannsóknar hefur risið hratt og er nú yfir eitt hundrað. Bæði eru jafnan fleiri en einn sakborningur í hverju máli og margir sakborninganna tengjast fleiri en einu. Niðurstaðan er sú að sakborningarnir eru líka rúmlega hundrað. Ásakanir um ofstæki og letiEmbættið hefur ekki farið varhluta af gagnrýni, einkum þeirra sem sæta rannsóknum og ákærum og verjendum þeirra. Saksóknara er legið á hálsi að beita óþarfri hörku, vinna hægt miðað við mannafla, hafa ekki næga þekkingu á viðfangsefnum sínum og láta stjórnast af almenningsálitinu. Stór hluti gagnrýninnar hefur svo snúið að helsta þyrninum í augum þessara sömu manna: Evu Joly. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að öllum málarekstri sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins yrði lokið árið 2014. Það er ljóst að eigi það að takast þarf allt að ganga upp – og gott betur. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þrír hafa hlotið fangelsisdóma fyrir afbrot tengd bankahruninu. Þessir þrír dómar eru samtals ellefu ár að þyngd og ef til vill vísbending um það sem koma skal í þeim sakamálum sem þegar hafa ratað til dómstóla og öllum þeim sem enn eru ekki komin svo langt. Það gekk ekki þrautalaust að hefja sakamálarannsóknir tengdar bankahruninu. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað með lögum í desember 2008 en fyrsta atrenna að því að ráða manneskju yfir embættið bar ekki árangur. Það sótti einfaldlega ekki nokkur maður um. Þá voru góð ráð dýr; yfirvöld fóru á stúfana og fengu loks sýslumann ofan af Akranesi til að gefa kost á sér. Ólafur Þór Hauksson hét sá og hann hefur síðan verið meðal mest áberandi manna í íslensku þjóðlífi. Ólafur fékk til liðs við sig saksóknara og starfsfólk – ekki margt í upphafi en því hefur fjölgað gríðarlega í nokkrum áföngum. Og stjórnvöld fengu honum til ráðgjafar norsk-franska rannsóknardómarann Evu Joly, sem komst hálfpartinn í dýrlingatölu á Íslandi, ekki síst vegna þess hversu opinskátt hún leyfði sér að tala um glæpina sem hún fullyrti að hér hefðu verið framdir. Rassíur, varðhöld og dómarFimm mánuðum síðar, í maí 2009, var ráðist í fyrstu stóru aðgerðina. Leitað var á tólf stöðum og tuttugu voru yfirheyrðir vegna lána Kaupþings til sjeiksins Al Thani frá Katar. Það mál leiddi til ákæru í sumar. Síðan hefur hver rassían rekið aðra og varla til sá íslenski banka- og fjármálajöfur sem ekki hefur gefið skýrslu í húsakynnum embættisins. Sérstakur saksóknari hefur einnig talið nauðsynlegt að beita þvingandi úrræðum á borð við farbann og gæsluvarðhald. Sá fyrsti sem sætti slíkri meðferð var Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sem var úrskurðaður í farbann í desember 2009 vegna rannsóknar Exeter-málsins. Síðan hafa fyrrverandi hæstráðendur Kaupþings og Landsbankans, meðal annarra, sætt varðhaldi og farbönnum. Fyrsti dómur í máli sérstaks saksóknara féll í fyrravor, þegar Baldur Guðlaugson, sem áður var einn æðsti embættismaður landsins, var dæmdur í fangelsi fyrir innherjasvik. Raunar hafa bara tvö mál embættisins verið tekin til dóms, og bæði endað með sakfellingu – það síðara þurfti reyndar kollvörpun Hæstaréttar til. Stöndum Frökkum á sporðiEmbættið hefur vaxið gríðarlega. Í upphafi voru þar innan við tíu manns, en síðan hefur þeim fjölgað stig af stigi og eru nú orðnir ríflega hundrað talsins. Eva Joly lét hafa eftir sér að embættið væri orðið jafnöflugt og franska efnahagsbrotalögreglan í París. Áætlanir þess um útgefnar ákærur hafa hins vegar ekki gengið eftir. Til stóð að reyna að gefa út níu ákærur árið 2010 og 81 á árunum 2011 til 2013. Enn hefur hins vegar ekki verið ákært nema í átta málum sem tengja má bankahruninu. Við það bætist þó fjöldinn allur af ákærum, einkum fyrir skattalagabrot, í málum sem embættið fékk í fangið þegar það sameinaðist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Fjöldi hrunmálanna sem er til rannsóknar hefur risið hratt og er nú yfir eitt hundrað. Bæði eru jafnan fleiri en einn sakborningur í hverju máli og margir sakborninganna tengjast fleiri en einu. Niðurstaðan er sú að sakborningarnir eru líka rúmlega hundrað. Ásakanir um ofstæki og letiEmbættið hefur ekki farið varhluta af gagnrýni, einkum þeirra sem sæta rannsóknum og ákærum og verjendum þeirra. Saksóknara er legið á hálsi að beita óþarfri hörku, vinna hægt miðað við mannafla, hafa ekki næga þekkingu á viðfangsefnum sínum og láta stjórnast af almenningsálitinu. Stór hluti gagnrýninnar hefur svo snúið að helsta þyrninum í augum þessara sömu manna: Evu Joly. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að öllum málarekstri sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins yrði lokið árið 2014. Það er ljóst að eigi það að takast þarf allt að ganga upp – og gott betur.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira