Aukið frjálsræði og afnám viðskiptahindrana Bjarni Már Gylfason skrifar 18. október 2012 06:00 Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu á Íslandi síðustu árin er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að árlegur hagvöxtur hefur verið tæp 3% frá því Ísland tengdist innri markaðnum. Aukinn útflutningur og alþjóðavæðing, fjölbreyttara atvinnulíf og efnahagslegar framfarir er ekki síst að þakka þeirri umgjörð sem aðild að innri markaði Evrópu hefur fært okkur. Tilvist innri markaðarins hefur raunar breytt því hvernig viðskipti eiga sér stað, hvernig ferðalögum og námi er háttað og hvernig margvísleg löggjöf er innleidd. Fyrir aðild skuldbindum við okkur nefnilega til að taka upp alla löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn fyrir utan sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þetta þýðir að viðskiptaumhverfi okkar er að mestu leyti það sama og hjá helstu viðskiptavinum og keppinautum okkar. Þetta kallar á visst valdaframsal en á móti fáum við aðgang að vandaðri lagasetningu en við sjálf hefðum ráðrúm til að hanna. Í raun má segja að með aðgangi að innri markaðnum hafi eitt stærsta viðskiptatækifæri okkar fram að þessu verið opnað. Erfitt er að ímynda sér íslenskt atvinnulíf í dag ef við værum ekki að starfa í sömu umgjörð og löndin í kringum okkur. Innri markaðurinn felur í sér að viðskipti með vörur og þjónustu, fjármagn og flutningur fólks er frjáls í 27 aðildarríkjum svæðisins þar sem um 500 milljónir manna búa og 23 milljónir fyrirtækja eru starfrækt. Þrátt fyrir þetta eru miklar áskoranir fram undan. Hætt er við að innri markaðurinn sjálfur verði fórnarlamb kreppunnar sem nú ríkir enda þekkt að viðbrögð sumra ríkja við kreppu eru að draga saman seglin og byggja varnarmúra í kringum sig. En það mun ekki skila neinum árangri fyrir íbúa svæðisins í heild sinni enda mun hvers kyns verndarstefna og einangrun draga úr umsvifum efnahagslífsins. Aukið frjálsræði og flæði í viðskiptum samhliða afnámi óæskilegra viðskiptahindrana er ævinlega uppskrift að aukinni hagsæld. Af þessum sökum felst leið Evrópu út úr kreppunni m.a. í að styrkja enn frekar innri markaðinn sem nú fagnar 20 ára afmæli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu á Íslandi síðustu árin er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að árlegur hagvöxtur hefur verið tæp 3% frá því Ísland tengdist innri markaðnum. Aukinn útflutningur og alþjóðavæðing, fjölbreyttara atvinnulíf og efnahagslegar framfarir er ekki síst að þakka þeirri umgjörð sem aðild að innri markaði Evrópu hefur fært okkur. Tilvist innri markaðarins hefur raunar breytt því hvernig viðskipti eiga sér stað, hvernig ferðalögum og námi er háttað og hvernig margvísleg löggjöf er innleidd. Fyrir aðild skuldbindum við okkur nefnilega til að taka upp alla löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn fyrir utan sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þetta þýðir að viðskiptaumhverfi okkar er að mestu leyti það sama og hjá helstu viðskiptavinum og keppinautum okkar. Þetta kallar á visst valdaframsal en á móti fáum við aðgang að vandaðri lagasetningu en við sjálf hefðum ráðrúm til að hanna. Í raun má segja að með aðgangi að innri markaðnum hafi eitt stærsta viðskiptatækifæri okkar fram að þessu verið opnað. Erfitt er að ímynda sér íslenskt atvinnulíf í dag ef við værum ekki að starfa í sömu umgjörð og löndin í kringum okkur. Innri markaðurinn felur í sér að viðskipti með vörur og þjónustu, fjármagn og flutningur fólks er frjáls í 27 aðildarríkjum svæðisins þar sem um 500 milljónir manna búa og 23 milljónir fyrirtækja eru starfrækt. Þrátt fyrir þetta eru miklar áskoranir fram undan. Hætt er við að innri markaðurinn sjálfur verði fórnarlamb kreppunnar sem nú ríkir enda þekkt að viðbrögð sumra ríkja við kreppu eru að draga saman seglin og byggja varnarmúra í kringum sig. En það mun ekki skila neinum árangri fyrir íbúa svæðisins í heild sinni enda mun hvers kyns verndarstefna og einangrun draga úr umsvifum efnahagslífsins. Aukið frjálsræði og flæði í viðskiptum samhliða afnámi óæskilegra viðskiptahindrana er ævinlega uppskrift að aukinni hagsæld. Af þessum sökum felst leið Evrópu út úr kreppunni m.a. í að styrkja enn frekar innri markaðinn sem nú fagnar 20 ára afmæli sínu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar