Lögguhasar og læti í L.A. TR skrifar 11. október 2012 00:00 Vinirnir og félagarnir Brian Taylor og Mike Zavala berjast saman gegn glæpum Los Angeles í myndinni sem hefur hlotið mikið lof. Hasarmyndin End of Watch verður frumsýnd um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlega góða dóma og lofar miklum hasar og látum. Jake Gyllenhaal og Michael Peña fara með aðalhlutverkið í myndinni. Þeir leika bestu vini og félaga í lögreglunni í Los Angeles, þá Brian Taylor og Mike Zavala. Taylor og Zavala starfa á einu hættulegasta og harðasta svæði í Los Angeles og þurfa þar að eiga við harðsvíraða glæpamenn á hverjum degi. Taylor, leikinn af Gyllenhaal, er á kvikmyndanámskeiði samhliða vinnunni og nýtir þá atburði og þau viðfangsefni sem hann þarf að takast á við sem efni í mynd sem hann er að vinna að á námskeiðinu. Þeir félagar eru því með upptökuvél falda á sér, auk þess sem slíka er að finna í bifreið þeirra og taka þær upp þeirra daglega líf. Stór hluti af kvikmyndatökunni í End of Watch er þannig að svo virðist sem þessar áföstu myndavélar séu notaðar til verksins og fá áhorfendur nánara innlit inn í daglegt líf þeirra félaga, bæði úti á götunni og heima í faðmi fjölskyldunnar. Í starfi sínu á hverjum degi lenda þeir Taylor og Zavala í ótrúlegustu hlutum. Jafnvel það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera hið minnsta mál verður oft mun stórvægilegra þegar á hólminn er komið. Þegar þeir óvart ramba inn í aðstæður sem gera þá að helsta skotmarki helstu gengja svæðisins er þó voðinn vís. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlega góða dóma. Sem dæmi má nefna að hin mikils virta síða Rotten Tomatoes, sem er ekki þekkt fyrir að skafa utan af hlutunum, gaf henni 85% í einkunn og 91% þeirra sem kusu þar á síðunni sögðu myndina góða. Þeir Gyllenhaal og Peña þykja ná einstaklega vel saman og myndin sýna hinn kalda raunveruleika undirheima vel. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Hasarmyndin End of Watch verður frumsýnd um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlega góða dóma og lofar miklum hasar og látum. Jake Gyllenhaal og Michael Peña fara með aðalhlutverkið í myndinni. Þeir leika bestu vini og félaga í lögreglunni í Los Angeles, þá Brian Taylor og Mike Zavala. Taylor og Zavala starfa á einu hættulegasta og harðasta svæði í Los Angeles og þurfa þar að eiga við harðsvíraða glæpamenn á hverjum degi. Taylor, leikinn af Gyllenhaal, er á kvikmyndanámskeiði samhliða vinnunni og nýtir þá atburði og þau viðfangsefni sem hann þarf að takast á við sem efni í mynd sem hann er að vinna að á námskeiðinu. Þeir félagar eru því með upptökuvél falda á sér, auk þess sem slíka er að finna í bifreið þeirra og taka þær upp þeirra daglega líf. Stór hluti af kvikmyndatökunni í End of Watch er þannig að svo virðist sem þessar áföstu myndavélar séu notaðar til verksins og fá áhorfendur nánara innlit inn í daglegt líf þeirra félaga, bæði úti á götunni og heima í faðmi fjölskyldunnar. Í starfi sínu á hverjum degi lenda þeir Taylor og Zavala í ótrúlegustu hlutum. Jafnvel það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera hið minnsta mál verður oft mun stórvægilegra þegar á hólminn er komið. Þegar þeir óvart ramba inn í aðstæður sem gera þá að helsta skotmarki helstu gengja svæðisins er þó voðinn vís. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlega góða dóma. Sem dæmi má nefna að hin mikils virta síða Rotten Tomatoes, sem er ekki þekkt fyrir að skafa utan af hlutunum, gaf henni 85% í einkunn og 91% þeirra sem kusu þar á síðunni sögðu myndina góða. Þeir Gyllenhaal og Peña þykja ná einstaklega vel saman og myndin sýna hinn kalda raunveruleika undirheima vel.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira