Innlent

Neytendur eiga mikið undir

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í atvinnuveganefnd, segir OECD hafa gert sambærilegar athugasemdir undanfarin ár og í megindráttum sé hún sammála þeim. „Það er ekki eðlilegt ástand þegar hinn opinberi stuðningur nemur um helmingi af tekjum þeirra sem í atvinnugreininni starfa. Ég tek undir að það sé ástæða til að endurskoða og skerpa á stefnu stjórnvalda varðandi opinber framlög til landbúnaðarins og færa þau enn frekar inn í nýsköpunar-, rannsóknar- og þróunarstarf. Fjölbreyttur og hagkvæmur landbúnaður byggir á nýsköpun í framleiðslu og markaðssókn. Ég held að það sé mjög ofsagt að greinin muni fara á hliðina þótt þetta sé endurskoðað í góðu samráði við alla hlutaðeigandi. Íslenskir neytendur eiga líka mikið undir því að landbúnaðurinn starfi í eðlilegu samkeppnisumhverfi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×