Kortleggja jarðhita í 13 löndum Afríku 4. október 2012 01:00 Jarðvarmi hefur aðeins verið virkjaður í Keníu af öllum löndum Afríku. Gríðarlegir möguleikar á raforkuframleiðslu eru í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku, en dalurinn er í raun risavaxið misgengi á plötuskilum jarðskorpunnar. nordicphotos/afp Nordicphotos/AFP Íslendingar hafa tryggt fjármagn til að hefja rannsóknir og kortlagningu á miklum jarðhitalindum í þrettán löndum í Austur-Afríku. Þetta kom fram í ávarpi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Verkefnið á að geta veitt allt að 150 milljónum Afríkubúa aðgang að hreinni og endurnýjanlegri orku. „Aðgengi að orku snertir flesta þætti samfélagsins og daglegs lífs og aukinn aðgangur fólks að rafmagni er mikilvægur hluti þess að vinna að framgangi þúsaldarmarkmiðanna,“ segir Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). ÞSSÍ og Norræni þróunarsjóðurinn hafa hleypt verkefni af stokkunum sem miðar að jarðhitaleit, rannsóknum og mannauðsuppbyggingu í löndunum þrettán. Markmiðið er að í lok verkefnisins hafi löndin skýra hugmynd um möguleika á sviði jarðhita, auk getu og mannauðs til að framleiða rafmagn. Áhersla er lögð á að orkuþörf þróunarríkja verði mætt með endurnýjanlegum og hreinum orkugjöfum í stað brennslu jarðefna. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fer fyrir átaki um sjálfbæra orku í heiminum. Markmið átaksins er að árið 2030 verði hlutur endurnýjanlegrar orku tvöfaldur frá því sem hann er í dag. Íslenska verkefnið er til að leggja lóð á þær vogarskálar. Norræni þróunarsjóðurinn leggur fram fimm milljónir evra til verkefnisins og ÞSSÍ sömu fjárhæð á fimm ára tímabili. Íslensk sérþekking á sviði jarðhita mun spila stórt hlutverk í framkvæmd verkefnisins, að sögn Davíðs Bjarnasonar, verkefnastjóra hjá ÞSSÍ. Mikil óvissa sé samt samhliða jarðhitaleit og því aðeins vænst að jákvæðar niðurstöður fáist í sex til sjö löndum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Íslendingar hafa tryggt fjármagn til að hefja rannsóknir og kortlagningu á miklum jarðhitalindum í þrettán löndum í Austur-Afríku. Þetta kom fram í ávarpi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Verkefnið á að geta veitt allt að 150 milljónum Afríkubúa aðgang að hreinni og endurnýjanlegri orku. „Aðgengi að orku snertir flesta þætti samfélagsins og daglegs lífs og aukinn aðgangur fólks að rafmagni er mikilvægur hluti þess að vinna að framgangi þúsaldarmarkmiðanna,“ segir Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). ÞSSÍ og Norræni þróunarsjóðurinn hafa hleypt verkefni af stokkunum sem miðar að jarðhitaleit, rannsóknum og mannauðsuppbyggingu í löndunum þrettán. Markmiðið er að í lok verkefnisins hafi löndin skýra hugmynd um möguleika á sviði jarðhita, auk getu og mannauðs til að framleiða rafmagn. Áhersla er lögð á að orkuþörf þróunarríkja verði mætt með endurnýjanlegum og hreinum orkugjöfum í stað brennslu jarðefna. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fer fyrir átaki um sjálfbæra orku í heiminum. Markmið átaksins er að árið 2030 verði hlutur endurnýjanlegrar orku tvöfaldur frá því sem hann er í dag. Íslenska verkefnið er til að leggja lóð á þær vogarskálar. Norræni þróunarsjóðurinn leggur fram fimm milljónir evra til verkefnisins og ÞSSÍ sömu fjárhæð á fimm ára tímabili. Íslensk sérþekking á sviði jarðhita mun spila stórt hlutverk í framkvæmd verkefnisins, að sögn Davíðs Bjarnasonar, verkefnastjóra hjá ÞSSÍ. Mikil óvissa sé samt samhliða jarðhitaleit og því aðeins vænst að jákvæðar niðurstöður fáist í sex til sjö löndum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira