Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa 2. október 2012 04:00 Johannes Hahn byggðamálastjóri ESB kom hingað í stutta heimsókn fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira