Erlent

Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju

Sigrid Schjetne
Sigrid Schjetne
Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi.

Á vef norska ríkisútvarpsins segir að það sé mat lögreglunnar að fleiri en hinir handteknu viti hvað gerðist. Vegna rannsóknarhagsmuna þurfi þeir að vera áfram í einangrun.

Hinn 4. september staðfesti lögreglan að lík sem fannst í skógarlundi við iðnaðarsvæði væri af stúlkunni.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×