Yfirkokkur sádiarabíska kóngsins hrifinn af Íslandi 11. september 2012 14:30 Philippe segist vera búinn að prófa hákarl svo nú geti hann sagt nei takk verði honum boðinn hann aftur. „Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira