Yfirkokkur sádiarabíska kóngsins hrifinn af Íslandi 11. september 2012 14:30 Philippe segist vera búinn að prófa hákarl svo nú geti hann sagt nei takk verði honum boðinn hann aftur. „Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein