Yfirkokkur sádiarabíska kóngsins hrifinn af Íslandi 11. september 2012 14:30 Philippe segist vera búinn að prófa hákarl svo nú geti hann sagt nei takk verði honum boðinn hann aftur. „Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu. Philippe kom hingað til lands í síðustu viku og yfirgaf landið í gær. Philippe er franskur en býr nú í konungshöllinni í Sádi-Arabíu þar sem hann stýrir 33 manna eldhúsi sem annast alla eldamennsku fyrir konunginn. „Til að byrja með fylgdust eftirlitsmenn með öllu sem ég gerði og smökkuðu allt áður en það var borið fyrir konunginn. Núna er hann þó farinn að treysta mér og það sem ég reiði fram fer beint á borðið," segir hann. Hallarsamfélagið þarlendis er á við lítinn bæ því í höllinni búa um 2.500 manns. Eldhúsið í höllinni er tvískipt og á meðan Philippe og hans menn einbeita sér alfarið að konunginum starfa um 150 kokkar í öðru eldhúsi og elda fyrir prinsessuna og hina íbúana í höllinni. „Vinnan mín er mjög góð. Ég er búinn að starfa þarna í níu ár og er farinn að skilja menninguna og mér líður mjög vel," segir hann. Philippe segir Ísland vera algjöra andstæðu við Sádi-Arabíu en hann ferðaðist mikið um landið á meðan á dvöl hans hér stóð. „Í mínu starfi er ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Ég er búinn að smakka margt spennandi hérlendis og tek bragðið með mér í eldhúsið heima," segir hann. Íslenska hangikjötið er í sérstöku uppáhaldi hjá Philippe og eins fiskisúpa sem hann fékk á Geitafelli á Vatnsnesi þegar hann fór þangað í skoðunarferð. „Það var smá karrí í henni sem gerði hana alveg frábæra," segir hann. Hann segir íslenska lambakjötið vera framúrskarandi gott og einnig er hann hrifinn af skyrinu. „Ég fékk skyrtertu um daginn og borðaði örugglega helminginn af henni aleinn," segir hann og hlær. Síðasta kvöldið hans hérlendis fékk hann sér hvalkjöt á Þremur frökkum og var mjög hrifinn af því. Hákarlinn er þó ekki í miklu uppáhaldi. „Nú er ég búinn að prófa hann og veit hvernig hann smakkast svo ég get sagt nei takk ef mér verður boðinn hann aftur," bætir hann við hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira