Innlent

Fækkaði um 1.000 milli ára

Ríkisstarfsmönnum fækkaði um eitt þúsund í fyrra. Heilbrigðisstarfsmenn eru ein fjölmennasta stéttin í hópi ríkisstarfsmanna.
Ríkisstarfsmönnum fækkaði um eitt þúsund í fyrra. Heilbrigðisstarfsmenn eru ein fjölmennasta stéttin í hópi ríkisstarfsmanna. Fréttablaðið/Vilhelm
Ríkisstarfsmönnum fækkaði um þúsund á árunum frá 2010 til 2011. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur þingkonu Sjálfstæðisflokks.

Í tölunum, sem taka til árabilsins frá 2005 til 2011, kemur fram að 16.433 hefðu verið á launaskrá ríkisins í október síðastliðnum en 17.390 á sama tíma árið 2010.

Þegar mest lét á umræddu tímabili, árið 2007, hefðu ríkisstarfsmenn verið 18.547 talsins.

Flestir starfsmenn ríkisins séu í heilbrigðis- og menntageirunum.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×