Hverju mundi ég breyta? Guðbjörn Jónsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Ég hef lengi gagnrýnt stjórnvöld, óháð stjórnmálaflokkum, fyrir áberandi vanhæfni við stjórnun sjálfstæðs og sjálfbærs samfélags. Í einni slíkri umræðu var ég óvænt spurður spurningarinnar sem er yfirskrift hér. Ef mér yrðu fengin völdin í landinu, hverju mundi ég breyta? Glottið á andliti spyrjanda benti til að hann teldi sig hafa mátað mig. En einmitt um þetta hef ég mikið hugsað. Í raun er það svo margþætt sem gera þarf strax og fjórflokknum væri ýtt til hliðar. Taka þyrfti ákvörðun um að hætta við ESB umsóknina, segja upp Schengen-samningnum og gefa út nýja mynt sem tæki við af núverandi krónu. Gera þyrfti úttekt á því hvað þjóðfélagið þarf mikið fjármagn í veltufé, svo eðlilegt fjárstreymi haldist um allt þjóðfélagið, það geti gengið eðlilega og núverandi starfsemi hafi nauðsynlegt rekstrarfé. Breyta þyrfti lögum um fjármálafyrirtæki þannig að útlán og veltufé væru ekki skráð sem innlán. Þannig yrðu útlán bókuð sem skammtímavelta sem engin áhrif hefðu á bókfærða innlánaveltu. Sama fyrirkomulag yrði með launaveltu. Slík aðgerð setti stærð bankanna í rauntölur og lokaði fyrir stækkun þeirra með verðmætislausri talnauppsöfnun. Ég mundi þegar í stað taka ákvörðun um að bakka út úr verðtryggingunni vegna þess að í grunninn er hún óheiðarleg og engar lagaforsendur hafa verið fyrir þeirri framkvæmd sem verið hefur. Til að valda ekki misræmi yrði vísitölunni bakkað út, skuldir og eignir færðar niður um hina ólögmætu uppsöfnun sem verðtryggingin olli. Öll gengistryggð lán yrðu þegar í stað sett á frost og samkomulag gert við lánastofnanir um að þær fengju að innheimta upphaflegan höfuðstól lánsins með þeim vöxtum og lánstíma sem lánasamningar segja fyrir um. Fallist þeir ekki á það, megi þeir búast við málssókn fyrir ólögmæta útlánastarfsemi. Út úr vitleysunum við fiskveiðistjórnun yrði bakkað með líkum hætti og út úr verðtryggingunni, þannig að þeir sem hefðu selt kvóta til aðila sem tók lán fyrir kaupverðinu, skiluðu fjármagninu aftur og það væri notað til að greiða niður lánið sem tekið var til kaupanna. Úthlutun aflaheimilda yrði síðan byggð á veiðireynslu, eins og í upphafi var ákveðið en aldrei farið eftir. Sett yrðu ný lög um bókhald ríkisins, þar sem beitt yrði sömu lykilaðferð og er í bankakerfinu, þar sem allir reikningar kerfisins eru gerðir upp á hverri nóttu, eftir starfsdag. Þannig væri á hverjum morgni hrein staða rekstrargjalda, framkvæmda og tekna. Engin leið yrði þá að fara margar milljónir út fyrir rekstrarheimildir og menn stæðu samdægurs frammi fyrir þeim vitleysum sem gerðar væru. Og þeir yrðu að leysa þær vitleysur til að geta haldið áfram. Breytt yrði lögum um ráðherraábyrgð, þannig að ráðherra væri með öllu óheimilt að taka ákvarðanir sem hefðu í för með sér fjárútlát eða aðrar skuldbindingar ríkissjóðs, nema hafa áður fengið hjá Alþingi heimild til slíkra ákvarðana. Ráðherra væri persónulega ábyrgur fyrir öllum sínum loforðum og undirritunum þar til hann hefði fengið þau loforð eða samninga staðfesta af Alþingi. Breytt yrði lögum um menntakerfið þannig að mjög rík áhersla yrði lögð á að kenna fólki að þekkja alla áhrifaþætti þess að hið sjálfstæða þjóðfélag okkar sé tekjulega sjálfbært og hvernig við aukum tekjur þess (gjaldeyristekjur), til að standa undir batnandi lífsgæðum í landinu. Breytt yrði lögum um lánsviðskipti með lausafé, þannig að einungis væri hægt að gera greiðslutryggingu í þann hlut sem keyptur var gegn láni, en óheimilt að leita tryggingar eða fjárnáms í öðrum eignum. Einnig yrðu sett lög sem bönnuðu veðsetningu íbúðarhúsnæðis fyrir öðru lánsfé en því sem beint færi til byggingar, kaupa eða stórfellds viðhalds íbúðarinnar. Algjörlega yrði óheimilt að skrá fjárnám á íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan byggi í. Endurskoða þarf lögin um verðbréfamarkaði og bókhald, þar sem lokað yrði fyrir verðmætislausar hækkanir á skráðu eignavirði, þannig að það væri einungis hreinn rekstrarhagnaður á ársgrundvelli sem gæti hækkað skráð eignavirði og væntingar um framtíðarhagnað hefðu ekkert vægi til verðmætisaukningar. En, þar sem öll athyglin beinist að hringavitleysu liðinna áratuga, sem að mestu halda enn áfram, er lítil von um að ná athygli á jafnbrýn málefni og hér hafa verið rakin. Ég er því farinn að efast um að sjálfstætt lýðveldi okkar nái að verða 80 ára. Engin furða þó frumkvöðlar að sjálfstæði okkar væru vonsviknir yfir kæruleysi og viljaleysi afkomenda sinna, núverandi íbúa landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi gagnrýnt stjórnvöld, óháð stjórnmálaflokkum, fyrir áberandi vanhæfni við stjórnun sjálfstæðs og sjálfbærs samfélags. Í einni slíkri umræðu var ég óvænt spurður spurningarinnar sem er yfirskrift hér. Ef mér yrðu fengin völdin í landinu, hverju mundi ég breyta? Glottið á andliti spyrjanda benti til að hann teldi sig hafa mátað mig. En einmitt um þetta hef ég mikið hugsað. Í raun er það svo margþætt sem gera þarf strax og fjórflokknum væri ýtt til hliðar. Taka þyrfti ákvörðun um að hætta við ESB umsóknina, segja upp Schengen-samningnum og gefa út nýja mynt sem tæki við af núverandi krónu. Gera þyrfti úttekt á því hvað þjóðfélagið þarf mikið fjármagn í veltufé, svo eðlilegt fjárstreymi haldist um allt þjóðfélagið, það geti gengið eðlilega og núverandi starfsemi hafi nauðsynlegt rekstrarfé. Breyta þyrfti lögum um fjármálafyrirtæki þannig að útlán og veltufé væru ekki skráð sem innlán. Þannig yrðu útlán bókuð sem skammtímavelta sem engin áhrif hefðu á bókfærða innlánaveltu. Sama fyrirkomulag yrði með launaveltu. Slík aðgerð setti stærð bankanna í rauntölur og lokaði fyrir stækkun þeirra með verðmætislausri talnauppsöfnun. Ég mundi þegar í stað taka ákvörðun um að bakka út úr verðtryggingunni vegna þess að í grunninn er hún óheiðarleg og engar lagaforsendur hafa verið fyrir þeirri framkvæmd sem verið hefur. Til að valda ekki misræmi yrði vísitölunni bakkað út, skuldir og eignir færðar niður um hina ólögmætu uppsöfnun sem verðtryggingin olli. Öll gengistryggð lán yrðu þegar í stað sett á frost og samkomulag gert við lánastofnanir um að þær fengju að innheimta upphaflegan höfuðstól lánsins með þeim vöxtum og lánstíma sem lánasamningar segja fyrir um. Fallist þeir ekki á það, megi þeir búast við málssókn fyrir ólögmæta útlánastarfsemi. Út úr vitleysunum við fiskveiðistjórnun yrði bakkað með líkum hætti og út úr verðtryggingunni, þannig að þeir sem hefðu selt kvóta til aðila sem tók lán fyrir kaupverðinu, skiluðu fjármagninu aftur og það væri notað til að greiða niður lánið sem tekið var til kaupanna. Úthlutun aflaheimilda yrði síðan byggð á veiðireynslu, eins og í upphafi var ákveðið en aldrei farið eftir. Sett yrðu ný lög um bókhald ríkisins, þar sem beitt yrði sömu lykilaðferð og er í bankakerfinu, þar sem allir reikningar kerfisins eru gerðir upp á hverri nóttu, eftir starfsdag. Þannig væri á hverjum morgni hrein staða rekstrargjalda, framkvæmda og tekna. Engin leið yrði þá að fara margar milljónir út fyrir rekstrarheimildir og menn stæðu samdægurs frammi fyrir þeim vitleysum sem gerðar væru. Og þeir yrðu að leysa þær vitleysur til að geta haldið áfram. Breytt yrði lögum um ráðherraábyrgð, þannig að ráðherra væri með öllu óheimilt að taka ákvarðanir sem hefðu í för með sér fjárútlát eða aðrar skuldbindingar ríkissjóðs, nema hafa áður fengið hjá Alþingi heimild til slíkra ákvarðana. Ráðherra væri persónulega ábyrgur fyrir öllum sínum loforðum og undirritunum þar til hann hefði fengið þau loforð eða samninga staðfesta af Alþingi. Breytt yrði lögum um menntakerfið þannig að mjög rík áhersla yrði lögð á að kenna fólki að þekkja alla áhrifaþætti þess að hið sjálfstæða þjóðfélag okkar sé tekjulega sjálfbært og hvernig við aukum tekjur þess (gjaldeyristekjur), til að standa undir batnandi lífsgæðum í landinu. Breytt yrði lögum um lánsviðskipti með lausafé, þannig að einungis væri hægt að gera greiðslutryggingu í þann hlut sem keyptur var gegn láni, en óheimilt að leita tryggingar eða fjárnáms í öðrum eignum. Einnig yrðu sett lög sem bönnuðu veðsetningu íbúðarhúsnæðis fyrir öðru lánsfé en því sem beint færi til byggingar, kaupa eða stórfellds viðhalds íbúðarinnar. Algjörlega yrði óheimilt að skrá fjárnám á íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan byggi í. Endurskoða þarf lögin um verðbréfamarkaði og bókhald, þar sem lokað yrði fyrir verðmætislausar hækkanir á skráðu eignavirði, þannig að það væri einungis hreinn rekstrarhagnaður á ársgrundvelli sem gæti hækkað skráð eignavirði og væntingar um framtíðarhagnað hefðu ekkert vægi til verðmætisaukningar. En, þar sem öll athyglin beinist að hringavitleysu liðinna áratuga, sem að mestu halda enn áfram, er lítil von um að ná athygli á jafnbrýn málefni og hér hafa verið rakin. Ég er því farinn að efast um að sjálfstætt lýðveldi okkar nái að verða 80 ára. Engin furða þó frumkvöðlar að sjálfstæði okkar væru vonsviknir yfir kæruleysi og viljaleysi afkomenda sinna, núverandi íbúa landsins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun