Óbætanleg náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni Björn Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Skipulagsstofnun auglýsir eftir athugasemdum vegna frummatsskýrslu um aðgengi að Þríhnúkagíg. Þríhnúkar ehf. hafa fyrir tilstilli misviturra sveitarstjórnarmanna fengið tugi milljóna króna frá skattgreiðendum til að skipuleggja mikil náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni hans. Svæðið er þjóðlenda og því sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem forsætisráðherra hefur umsjá með. Forsætisráðuneytið getur því komið í veg fyrir áformuð spjöll. Þríhnúkar ehf. vilja leggja bílveg frá Bláfjallaskála að Þríhnúkagíg. Svo á að bora inn í gíginn. Árni B. Stefánsson, einn Þríhnúkamanna, segir að náttúruvernd felist ekki í að gera ekki neitt. Hann telur það kannski náttúruvernd að leggja bílveg um ósnortið víðerni sem er skíðagöngufólki mjög dýrmætt. Sá sem gengur umrædda leið frá Bláfjöllum að Þríhnúkum upplifir mjög sterkt að hann sé á ósnortnu víðerni þar sem ríkir kyrrð og friður. Í frummatsskýrslu er hins vegar talað um að þetta sé ekki víðerni í lagalegum skilningi og því reynt að gera lítið úr mikilvægi þess að halda svæðinu ósnortnu. Með sömu rökum væri skaðlaust að leggja vegi þvers og kruss um gönguskíðasvæðið við Bláfjöll. Ég skora á hugsandi fólk að skoða mynd 21.3 á bls. 99 í frummatsskýrslunni. Þeir sem vilja þessa vegi skilja ekki verðmæti ósnortinna víðerna rétt fyrir utan þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni kemur fram að „áhrif á landslag eru varanleg og að mestu óafturkræf og verða talsvert neikvæð“. Mér finnst „talsvert neikvæð“ of vægt til orða tekið. Í rúm þrjátíu ár hef ég iðkað skíðagöngur út að Þríhnúkum og þegar ég heyrði af hugmyndum Árna og félaga fyrir átta árum datt mér ekki í hug að menn stefndu að vegagerð frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg. Ég taldi að farið yrði að gígnum norðan frá Bláfjallavegi, leið D (mynd 9.1 bls. 49) og að þetta yrði alla leið í jarðgöngum. Það er eina leiðin inn í gíginn sem hægt er að fara án þess að valda óásættanlegum náttúruspjöllum á yfirborðinu. En gígurinn á bara að fá að vera í friði. Árni telur að borun inn í gíginn auki virðingu fólks fyrir náttúrunni. Ég tel þetta algert öfugmæli. Með því að bora inn í gíginn er náttúrunni sýnd alger vanvirðing. Peningagræðgi stýrir þessu feigðarflani. Misvitrir stjórnmálamenn virðast reiðubúnir að afhenda einkaaðilum náttúruperlur til afnota til að féfletta ferðamenn. Við það skirrast menn ekki við að valda óbætanlegum skaða. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa greitt stórfé til Þríhnúka ehf. Ferðaþjónustuaðilar bíða með opna vasana. Vasarnir hjá þeim eru hins vegar kirfilega lokaðir þegar kemur að því að skila gistináttagjaldi til ríkissjóðs og enn síður mega þeir heyra minnst á virðisaukaskatt. Þríhnúkamenn hafa haft Þríhnúkagíg að féþúfu í allt sumar með því að selja aðgang inn í gíginn. Ég fór og skoðaði svæðið fyrir stuttu og brá mjög. Þegar horft er frá nágrenni Bláfjallaskála að Þríhnúkum sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð blasa við óásættanlegar gróðurskemmdir alla leið. Traðk ferðamannanna yfir viðkvæm gróðurlendi og mosaþembur hefur myndað mjög áberandi stíg sem er víða 2-4 metra breiður og sums staðar breiðari. Í undirhlíðum Þríhnúkagígs sést slóðin greinilega úr þriggja kílómetra fjarlægð. Sama gildir í næsta nágrenni hnúksins þar sem Þríhnúkamenn eru með aðstöðu. Þar stórsér á náttúrunni vegna átroðnings. Ekki er náttúruvernd efst á blaði þarna og er undarlegt að leyfi hafi verið veitt fyrir þessari starfsemi með fyrirsjáanlegum skaða. Þríhnúkamenn hafa í orði lagt áherslu á náttúruvernd og góða umgengni. Árni B. Stefánsson segir: „Eldfjallalandslag, sérstaklega gígar og landform nærri eldsupptökum eru einstaklega viðkvæm og gróður oftar en ekki afar viðkvæmur.“ En eitt er að vita, annað að hegða sér samkvæmt því. Þríhnúkamenn veifa fölsku flaggi þegar þeir þykjast ætla að opna öllum aðgang inn í Þríhnúkagíg í nafni náttúruverndar. Hugmyndir þeirra eru ávísun á stórkostleg náttúruspjöll og eiga ekkert skylt við náttúruvernd. Sú hugsun að allir eigi að komast fyrirhafnarlaust á alla staði er bara úrelt bull. Ég hvet alla náttúruunnendur til að senda athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 21. september og lýsa andstöðu við þau náttúruspjöll sem fyrirhuguð eru á Þríhnúkagíg og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Skipulagsstofnun auglýsir eftir athugasemdum vegna frummatsskýrslu um aðgengi að Þríhnúkagíg. Þríhnúkar ehf. hafa fyrir tilstilli misviturra sveitarstjórnarmanna fengið tugi milljóna króna frá skattgreiðendum til að skipuleggja mikil náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni hans. Svæðið er þjóðlenda og því sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem forsætisráðherra hefur umsjá með. Forsætisráðuneytið getur því komið í veg fyrir áformuð spjöll. Þríhnúkar ehf. vilja leggja bílveg frá Bláfjallaskála að Þríhnúkagíg. Svo á að bora inn í gíginn. Árni B. Stefánsson, einn Þríhnúkamanna, segir að náttúruvernd felist ekki í að gera ekki neitt. Hann telur það kannski náttúruvernd að leggja bílveg um ósnortið víðerni sem er skíðagöngufólki mjög dýrmætt. Sá sem gengur umrædda leið frá Bláfjöllum að Þríhnúkum upplifir mjög sterkt að hann sé á ósnortnu víðerni þar sem ríkir kyrrð og friður. Í frummatsskýrslu er hins vegar talað um að þetta sé ekki víðerni í lagalegum skilningi og því reynt að gera lítið úr mikilvægi þess að halda svæðinu ósnortnu. Með sömu rökum væri skaðlaust að leggja vegi þvers og kruss um gönguskíðasvæðið við Bláfjöll. Ég skora á hugsandi fólk að skoða mynd 21.3 á bls. 99 í frummatsskýrslunni. Þeir sem vilja þessa vegi skilja ekki verðmæti ósnortinna víðerna rétt fyrir utan þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni kemur fram að „áhrif á landslag eru varanleg og að mestu óafturkræf og verða talsvert neikvæð“. Mér finnst „talsvert neikvæð“ of vægt til orða tekið. Í rúm þrjátíu ár hef ég iðkað skíðagöngur út að Þríhnúkum og þegar ég heyrði af hugmyndum Árna og félaga fyrir átta árum datt mér ekki í hug að menn stefndu að vegagerð frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg. Ég taldi að farið yrði að gígnum norðan frá Bláfjallavegi, leið D (mynd 9.1 bls. 49) og að þetta yrði alla leið í jarðgöngum. Það er eina leiðin inn í gíginn sem hægt er að fara án þess að valda óásættanlegum náttúruspjöllum á yfirborðinu. En gígurinn á bara að fá að vera í friði. Árni telur að borun inn í gíginn auki virðingu fólks fyrir náttúrunni. Ég tel þetta algert öfugmæli. Með því að bora inn í gíginn er náttúrunni sýnd alger vanvirðing. Peningagræðgi stýrir þessu feigðarflani. Misvitrir stjórnmálamenn virðast reiðubúnir að afhenda einkaaðilum náttúruperlur til afnota til að féfletta ferðamenn. Við það skirrast menn ekki við að valda óbætanlegum skaða. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa greitt stórfé til Þríhnúka ehf. Ferðaþjónustuaðilar bíða með opna vasana. Vasarnir hjá þeim eru hins vegar kirfilega lokaðir þegar kemur að því að skila gistináttagjaldi til ríkissjóðs og enn síður mega þeir heyra minnst á virðisaukaskatt. Þríhnúkamenn hafa haft Þríhnúkagíg að féþúfu í allt sumar með því að selja aðgang inn í gíginn. Ég fór og skoðaði svæðið fyrir stuttu og brá mjög. Þegar horft er frá nágrenni Bláfjallaskála að Þríhnúkum sem eru í um þriggja kílómetra fjarlægð blasa við óásættanlegar gróðurskemmdir alla leið. Traðk ferðamannanna yfir viðkvæm gróðurlendi og mosaþembur hefur myndað mjög áberandi stíg sem er víða 2-4 metra breiður og sums staðar breiðari. Í undirhlíðum Þríhnúkagígs sést slóðin greinilega úr þriggja kílómetra fjarlægð. Sama gildir í næsta nágrenni hnúksins þar sem Þríhnúkamenn eru með aðstöðu. Þar stórsér á náttúrunni vegna átroðnings. Ekki er náttúruvernd efst á blaði þarna og er undarlegt að leyfi hafi verið veitt fyrir þessari starfsemi með fyrirsjáanlegum skaða. Þríhnúkamenn hafa í orði lagt áherslu á náttúruvernd og góða umgengni. Árni B. Stefánsson segir: „Eldfjallalandslag, sérstaklega gígar og landform nærri eldsupptökum eru einstaklega viðkvæm og gróður oftar en ekki afar viðkvæmur.“ En eitt er að vita, annað að hegða sér samkvæmt því. Þríhnúkamenn veifa fölsku flaggi þegar þeir þykjast ætla að opna öllum aðgang inn í Þríhnúkagíg í nafni náttúruverndar. Hugmyndir þeirra eru ávísun á stórkostleg náttúruspjöll og eiga ekkert skylt við náttúruvernd. Sú hugsun að allir eigi að komast fyrirhafnarlaust á alla staði er bara úrelt bull. Ég hvet alla náttúruunnendur til að senda athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 21. september og lýsa andstöðu við þau náttúruspjöll sem fyrirhuguð eru á Þríhnúkagíg og nágrenni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun