Yfir hundrað Íslendingar fara utan að sjá Gunnar 16. ágúst 2012 09:00 Ferð á bardagann Jón Viðar, formaður Mjölnis, lét setja upp ferð á fyrsta bardaga Gunnars Nelson í UFC. Bubbi Morthens og Dóri DNA lýsa honum í beinni útsendingu á Stöð 2. „Við ætlum að fara út, styðja Gunna og hafa gaman," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, um áætlaða ferð félagsins á fyrsta UFC-bardaga Gunnars Nelson. UFC eru stærstu samtök heims í blönduðum bardagalistum og gerði Gunnar samning við þá nýlega, fyrstur Íslendinga. Bardaginn fer fram í Nottingham á Englandi þann 29. september og mun Gunnar þar etja kappi við Þjóðverjann Pascal „Panzer" Krauss. Jón Viðar fór í samstarf við Express-ferðir og setti saman ferð á bardagann fyrir áhugasama Mjölnismeðlimi. Sú ferð hefur aldeilis undið upp á sig og er þegar uppselt í hana og annarri hefur verið bætt við. „Það voru á milli fimmtíu og sextíu miðar í Mjölnisferðinni og þeir ruku út á nokkrum dögum. Það er frábært hversu margir vilja fara út til að styðja við bakið á Gunna," segir Jón Viðar. Klara Íris Vigfúsdóttir, forstöðumaður Express-ferða, segir aðsóknina hafa verið meiri en þau þorðu að vona. „Við vorum að setja upp aðra ferð í samstarfi við x-ið og það er strax byrjað að seljast í hana. Við settum hana bara á netið rétt áðan svo það er greinilegt að fólk er að fylgjast með. Allt í allt erum við með rúmlega 100 miða í boði," sagði hún þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Við erum að reyna að setja saman þriðju ferðina en okkur vantar bara flugsæti," bætti hún við hlæjandi. Hún segir Express-ferðir að öllum líkindum koma til með að halda áfram að bjóða upp á ferðir á bardaga Gunnars erlendis. Bubbi Morthens segir bardagann vera mikinn prófstein fyrir Gunnar en hann fer utan með Dóra DNA til að lýsa bardaganum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Dóri er auðvitað algjört nörd og fróðastur manna á Íslandi þegar kemur að blönduðum bardagaíþróttum," segir Bubbi og bætir við: „Þetta verður rosalegt. Ég vil meina að Dóri DNA og Bubbi Morthens að lýsa Gunnari Nelson sé alveg deadly combination," segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
„Við ætlum að fara út, styðja Gunna og hafa gaman," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, um áætlaða ferð félagsins á fyrsta UFC-bardaga Gunnars Nelson. UFC eru stærstu samtök heims í blönduðum bardagalistum og gerði Gunnar samning við þá nýlega, fyrstur Íslendinga. Bardaginn fer fram í Nottingham á Englandi þann 29. september og mun Gunnar þar etja kappi við Þjóðverjann Pascal „Panzer" Krauss. Jón Viðar fór í samstarf við Express-ferðir og setti saman ferð á bardagann fyrir áhugasama Mjölnismeðlimi. Sú ferð hefur aldeilis undið upp á sig og er þegar uppselt í hana og annarri hefur verið bætt við. „Það voru á milli fimmtíu og sextíu miðar í Mjölnisferðinni og þeir ruku út á nokkrum dögum. Það er frábært hversu margir vilja fara út til að styðja við bakið á Gunna," segir Jón Viðar. Klara Íris Vigfúsdóttir, forstöðumaður Express-ferða, segir aðsóknina hafa verið meiri en þau þorðu að vona. „Við vorum að setja upp aðra ferð í samstarfi við x-ið og það er strax byrjað að seljast í hana. Við settum hana bara á netið rétt áðan svo það er greinilegt að fólk er að fylgjast með. Allt í allt erum við með rúmlega 100 miða í boði," sagði hún þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Við erum að reyna að setja saman þriðju ferðina en okkur vantar bara flugsæti," bætti hún við hlæjandi. Hún segir Express-ferðir að öllum líkindum koma til með að halda áfram að bjóða upp á ferðir á bardaga Gunnars erlendis. Bubbi Morthens segir bardagann vera mikinn prófstein fyrir Gunnar en hann fer utan með Dóra DNA til að lýsa bardaganum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Dóri er auðvitað algjört nörd og fróðastur manna á Íslandi þegar kemur að blönduðum bardagaíþróttum," segir Bubbi og bætir við: „Þetta verður rosalegt. Ég vil meina að Dóri DNA og Bubbi Morthens að lýsa Gunnari Nelson sé alveg deadly combination," segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira