Innlent

Opnar Iceland í Vesturbænum

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson
Verslunarkeðjan Iceland hefur tekið húsnæði Europris við Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur á leigu og mun opna þar nýtt útibú 1. desember. Í næsta nágrenni eru verslanir Bónuss og Krónunnar.

Jóhannes Jónsson kaupmaður segist ekki vera hræddur við samkeppnina. „Nei, nei. Maður verður bara að vanda sig," segir hann. Iceland opnaði fyrstu verslunina í Engihjalla í Kópavogi í lok júlí og verður áformuð verslun önnur verslunin sem Jóhannes opnar undir merkjum Iceland á Íslandi.

Á þriðjudag var tilkynnt að verslunum Europris ætti að loka og að 50 starfsmenn verslunarinnar myndu að lokinni rýmingarsölu missa vinnuna.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×