Gylfi rífur upp vinsældir Tottenham á Íslandi 25. júlí 2012 11:00 Koma Gylfa til Tottenham hefur lyft félaginu upp hérlendis. Formaðir Tottenham-klúbbsins á Íslandi, Birgir Ólafsson, segir Gylfa vera alveg eins og aðdáendur vilji hafa stjörnurnar sínar. „Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi. Á síðustu leiktíð fóru skráðir meðlimir Tottenham-klúbbsins upp í 350 manns, sem er að sögn Birgis mesti fjöldi frá stofnun hans árið 1995. Koma Gylfa Sigurðssonar til liðsins er nú þegar farin að hafa áhrif hérlendis og aðdáendum fjölgar ört. Hann er strax orðinn vinsæll ytra líka eftir að hafa skorað mark í sínum fyrsta leik á dögunum. Birgir telur vinsældir hans aðeins eiga eftir að eukast, sleppi hann við öll meiriháttar meiðsl. „Gylfi Sigurðsson er einfaldlega langbesti íslenski knattspyrnumaðurinn í dag. Það gleður mig mikið að hann hafi að lokum ákveðið að fara til Tottenham því ég hef óbilandi trú á honum sem leikmanni og tel hann hafa allt til brunns að bera til að verða súperstjarna. Hann er hógvær gaur sem lætur verkin tala og það er ekkert vesen á honum. Hann er alveg eins og aðdáendur vilja hafa stjörnurnar sínar,“ segir hann. Tottenham-klúbburinn heldur úti heimasíðunni spurs.is, auk þess sem þeir aðstoða við að útvega miða á leiki, gefa út blað á hverju ári og fleira. „Það er aldrei að vita nema við náum Gylfa í samstarf með okkur í nánustu framtíð og fáum til dæmis viðtal við hann í blaðið,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir ekki enn búinn að festa kaup á nýju Tottenham-treyjunni en segist þó eiga eftir að gera það. Hann er þó ekki viss hvort hún verði merkt Gylfa, en af þeim rúmlega tuttugu treyjum sem hann á eru ekki nema fjórar þeirra merktar. Nýju treyjurnar komu í sölu í Jóa útherja fyrir helgi og að sögn Valdimars Magnússonar, starfsmanns verslunarinnar, hafa þær rokið út. „Við fengum vel yfir 100 treyjur sendar og það er farið að sjá vel á lagernum. Það er ekki spurning að það verður sprenging í sölu á Tottenham-treyjum þetta árið,“ segir hann. Verslunin er nú með í gangi leik þar sem allir sem kaupa hjá þeim Tottenham-treyju fyrir 1. september fara í pott og geta unnið ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Wigan þann 4. nóvember næstkomandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi. Á síðustu leiktíð fóru skráðir meðlimir Tottenham-klúbbsins upp í 350 manns, sem er að sögn Birgis mesti fjöldi frá stofnun hans árið 1995. Koma Gylfa Sigurðssonar til liðsins er nú þegar farin að hafa áhrif hérlendis og aðdáendum fjölgar ört. Hann er strax orðinn vinsæll ytra líka eftir að hafa skorað mark í sínum fyrsta leik á dögunum. Birgir telur vinsældir hans aðeins eiga eftir að eukast, sleppi hann við öll meiriháttar meiðsl. „Gylfi Sigurðsson er einfaldlega langbesti íslenski knattspyrnumaðurinn í dag. Það gleður mig mikið að hann hafi að lokum ákveðið að fara til Tottenham því ég hef óbilandi trú á honum sem leikmanni og tel hann hafa allt til brunns að bera til að verða súperstjarna. Hann er hógvær gaur sem lætur verkin tala og það er ekkert vesen á honum. Hann er alveg eins og aðdáendur vilja hafa stjörnurnar sínar,“ segir hann. Tottenham-klúbburinn heldur úti heimasíðunni spurs.is, auk þess sem þeir aðstoða við að útvega miða á leiki, gefa út blað á hverju ári og fleira. „Það er aldrei að vita nema við náum Gylfa í samstarf með okkur í nánustu framtíð og fáum til dæmis viðtal við hann í blaðið,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir ekki enn búinn að festa kaup á nýju Tottenham-treyjunni en segist þó eiga eftir að gera það. Hann er þó ekki viss hvort hún verði merkt Gylfa, en af þeim rúmlega tuttugu treyjum sem hann á eru ekki nema fjórar þeirra merktar. Nýju treyjurnar komu í sölu í Jóa útherja fyrir helgi og að sögn Valdimars Magnússonar, starfsmanns verslunarinnar, hafa þær rokið út. „Við fengum vel yfir 100 treyjur sendar og það er farið að sjá vel á lagernum. Það er ekki spurning að það verður sprenging í sölu á Tottenham-treyjum þetta árið,“ segir hann. Verslunin er nú með í gangi leik þar sem allir sem kaupa hjá þeim Tottenham-treyju fyrir 1. september fara í pott og geta unnið ferð fyrir tvo á leik Tottenham og Wigan þann 4. nóvember næstkomandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira