Feðgin stukku niður af kletti 24. júlí 2012 00:15 Við borgina La Jonquera á norðaustanverðum Spáni, rétt við landamæri Frakklands, hafa geisað miklir gróðureldar eins og víðar í nágrenninu. nordicphotos/AFP Sextugur maður og fimmtán ára dóttir hans létust þegar þau féllu eða stukku niður af kletti norðarlega við Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem þau voru komin í sjálfheldu vegna gróðurelda. Eiginkona mannsins og tvö önnur börn þeirra fóru einnig fram af klettinum en lifðu fallið af. Þetta gerðist á sunnudagskvöld í hæðunum fyrir ofan landamærabæinn Portbou. Fjölskyldan var ásamt fleira ferðafólki frá Frakklandi á leiðinni aftur heim þegar skyndilega var ekki hægt að aka lengra vegna gróðureldanna. Fólkið neyddist til að yfirgefa bifreiðarnar og fór að fikra sig fótgangandi niður hæðirnar. Fimm manna fjölskyldan varð viðskila við hitt fólkið og lenti í sjálfheldu með fyrrgreindum afleiðingum þar sem eldarnir þrengdu að þeim með hvössum vindhviðum. „Það eina sem þau gátu gert var að fara í sjóinn,“ sagði Tony Buixeda, hafnarstjóri í Portbou. Hann var á báti fyrir neðan klettana þegar fólkið hrapaði niður. Faðirinn lést samstundis eftir að hafa lent á neðansjávarklettum en dóttirin drukknaði. Móðirin liggur þungt haldin á sjúkrahúsi með bakmeiðsl, en hin börnin tvö sluppu með minni háttar meiðsli. Miklir gróðureldar hafa geisað á norðaustanverðum Spáni undanfarna daga. Um helgina kostuðu þeir tvo aðra ferðamenn lífið. Um 1.400 hundruð manns þurftu að flýja að heiman vegna eldanna og dvöldu í neyðarskýlum í fyrrinótt. Lestarsamgöngur lágu niðri og í borginni Figueres voru 44 þúsund íbúar hvattir til að halda sig heima við. Einnig þurfti að loka vegasamgöngum sums staðar yfir landamærin milli Spánar og Frakklands. Um 80 hópar slökkviliðsmanna hafa unnið hörðum höndum við að halda eldunum í skefjum og notaðar hafa verið flugvélar til að varpa vatni á eldana. Gróðureldar hafa geisað víðar í löndum Miðjarðarhafsins síðustu daga, meðal annars á Grikklandi og í Portúgal. Á Grikklandi þurfti í síðustu viku að rýma sumarbúðir barna, elliheimili og klaustur skammt frá höfuðborginni Aþenu meðan glímt var við eldana. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sextugur maður og fimmtán ára dóttir hans létust þegar þau féllu eða stukku niður af kletti norðarlega við Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem þau voru komin í sjálfheldu vegna gróðurelda. Eiginkona mannsins og tvö önnur börn þeirra fóru einnig fram af klettinum en lifðu fallið af. Þetta gerðist á sunnudagskvöld í hæðunum fyrir ofan landamærabæinn Portbou. Fjölskyldan var ásamt fleira ferðafólki frá Frakklandi á leiðinni aftur heim þegar skyndilega var ekki hægt að aka lengra vegna gróðureldanna. Fólkið neyddist til að yfirgefa bifreiðarnar og fór að fikra sig fótgangandi niður hæðirnar. Fimm manna fjölskyldan varð viðskila við hitt fólkið og lenti í sjálfheldu með fyrrgreindum afleiðingum þar sem eldarnir þrengdu að þeim með hvössum vindhviðum. „Það eina sem þau gátu gert var að fara í sjóinn,“ sagði Tony Buixeda, hafnarstjóri í Portbou. Hann var á báti fyrir neðan klettana þegar fólkið hrapaði niður. Faðirinn lést samstundis eftir að hafa lent á neðansjávarklettum en dóttirin drukknaði. Móðirin liggur þungt haldin á sjúkrahúsi með bakmeiðsl, en hin börnin tvö sluppu með minni háttar meiðsli. Miklir gróðureldar hafa geisað á norðaustanverðum Spáni undanfarna daga. Um helgina kostuðu þeir tvo aðra ferðamenn lífið. Um 1.400 hundruð manns þurftu að flýja að heiman vegna eldanna og dvöldu í neyðarskýlum í fyrrinótt. Lestarsamgöngur lágu niðri og í borginni Figueres voru 44 þúsund íbúar hvattir til að halda sig heima við. Einnig þurfti að loka vegasamgöngum sums staðar yfir landamærin milli Spánar og Frakklands. Um 80 hópar slökkviliðsmanna hafa unnið hörðum höndum við að halda eldunum í skefjum og notaðar hafa verið flugvélar til að varpa vatni á eldana. Gróðureldar hafa geisað víðar í löndum Miðjarðarhafsins síðustu daga, meðal annars á Grikklandi og í Portúgal. Á Grikklandi þurfti í síðustu viku að rýma sumarbúðir barna, elliheimili og klaustur skammt frá höfuðborginni Aþenu meðan glímt var við eldana. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira