Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride 19. júní 2012 21:00 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira