Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride 19. júní 2012 21:00 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira