Lífið

Gisele ólétt?

Sögusagnir eru á sveimi þess efnis að ofurfyrirsætan Gisele Bundchen eigi von á öðru barni sínu ásamt eiginmanninum Tom Brady.
Sögusagnir eru á sveimi þess efnis að ofurfyrirsætan Gisele Bundchen eigi von á öðru barni sínu ásamt eiginmanninum Tom Brady. Nordicphotos/getty
Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er ólétt að sínu öðru barni ef marka má slúðurmiðla vestan hafs. Þar er greint frá því að Bundchen hafi deilt gleðiðfregnunum með vinum sínum á Met-ballinu fyrr í mánuðinum en hún ku vera komin rúmlega tvo mánuði á leið.

Sjálf hefur Bundchen ekki staðfest fregnirnar en er hún gekk með son sinn Benjamín fyrir þremur árum síðan staðfesti hún aldrei óléttuna opinberlega. Bundchen, sem er ein hæstlaunaðasta fyrirsæta í heimi, giftist ruðningsboltakappanum Tom Brady árið 2009.

Fyrirsætur hafa verið að fjölga sér í stórum stíl undanfarið og reynist þessar sögusagnir um Bundchen vera sannar getur hún stofnað mömmuklúbb með Adrönu Lima og Lili Aldrige sem eru óléttar og Söshu Pivovarova og Alessöndru Ambrosio sem nýlega eignuðust börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.