Eftirlit og björgun mikilvægari 30. apríl 2012 07:00 Búast má við að bandarísk stjórnvöld muni auka verulega áherslu sína á að móta stefnu fyrir norðurslóðir á næstu tveimur árum segir Robert C. Nurick, sérfræðingur um öryggismál.Fréttablaðið/valli Staðsetning Íslands gerir það að verkum að landið verður í lykilstöðu nú þegar áhersla á norðurslóðir fer að aukast segir sérfræðingur í öryggismálum. Hlutverk Íslands verður ekki síst á vettvangi eftirlits- og björgunarmála á hafinu. Ísland mun án efa fá aukið hlutverk tengt öryggismálum á norðurslóðum á komandi árum þó áhrifamikil ríki og ríkjabandalög hafi enn ekki veitt þessu svæði fulla athygli, segir Robert C. Nurick, bandarískur sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Nurick var staddur hér á landi í síðustu viku á vegum Bandaríska sendiráðsins hér á landi og hélt fyrirlestur um öryggismál á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar. Augljóst er að Ísland verður í lykilhlutverki þegar kemur að björgunarmálum á þessu gríðarstóra hafsvæði þegar og ef skipaleiðir opnast með tilheyrandi olíuflutningum, eða þegar norðlæg ríki hefja frekari nýtingu á orkuauðlindum undir hafsbotni, segir Nurick í viðtali við Fréttablaðið. Hann segir að Ísland verði einnig í stóru hlutverki þegar komi að nýtingu þessara sömu orkuauðlinda. „Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum hefur ekki bara áhrif á samskipti ríkja á efnahagslegum forsendum, til að skipta þeim auðlindum sem finnast á svæðinu,“ segir Nurick. „Við það bætast til dæmis umhverfissjónarmið þar sem risavaxin olíuskip munu fara um svæðið með tilheyrandi hættu á skipssköðum og mengunarslysum.“ „Alþjóðasamfélagið áttar sig á því að það verður að undirbúa allar hliðar málsins, þar með talin viðbrögð við hættu af því tagi,“ segir Nurick. „Ríkin á þessu svæði verða að ná samkomulagi um ásættanlega hegðun á svæðinu og hver ábyrgð hvers og eins er. Þar verður einnig að koma skýrt fram hver eigi að bregðast við þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Staðsetning Íslands gerir það að verkum að landið verður afar mikilvægt í öllum þeim umræðum. Nurick nefnir að burtséð frá því hversu mikinn viðbúnað Ísland geti byggt upp geri staðsetningin Íslendingum mögulegt að fylgjast með skipaumferð á gríðarstóru hafsvæði, sem verði sífellt mikilvægara eftir því sem skipaumferð aukist. Eftirlitið mikilvægt„Það verður mjög mikilvægt í sjálfu sér að fylgjast með því hverjir eiga leið um hafsvæðið, hvert þeir eru að fara, hvernig ástandið er hjá hverjum og einum. Einnig verður að tryggja að sjófarendur geti átt samskipti hver við annan. Það er óhjákvæmilegt að Ísland taki stóran þátt í slíku eftirliti,“ segir Nurick. Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið lagt mikla áherslu á samvinnu á norðurslóðum á alþjóðavettvangi. „Það er enn einhver tími til stefnu, en þróun mála á norðurslóðum er hraðari en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Nurick. „Ég reikna með að ef ég yrði spurður myndi ég ráðleggja íslenskum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherslu á samvinnu á Norðurslóðum. Ég myndi reyndar ráðleggja öðrum ríkjum á svæðinu að gera það sama, þar með talið Bandaríkjunum. Það er vissulega tími til stefnu, en það verður mjög flókið að leysa úr álitaefnum sem upp munu koma og betra að vera komin lengra en styttra þegar þau koma upp.“ Nurick segir ekki rétt að orða það svo að bandarísk stjórnvöld hafi takmarkaðan áhuga á norðurslóðum. Réttara væri að segja að þau viti af mikilvægi svæðisins og hafi áhuga á því að koma að samvinnu á þessum slóðum. Staðreyndin sé hins vegar sú að stjórnvöld vestra hafi nóg annað á sinni könnu í öðrum heimsálfum. Athyglin sé frekar á Mið-Austurlöndum, Afganistan, Norður-Kóreu og víðar. „Bandarísk stjórnvöld eru þegar farin að leggja meiri áherslu á að móta sér stefnu fyrir norðurslóðir, en hvort sú vinna er komin upp á yfirborðið í samskiptum við önnur ríki er annað mál. En á næstu einu til tveimur árum mun þessi heimshluti fá meiri og meiri athygli í Washington. Það er óhjákvæmilegt,“ segir Nurick. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Staðsetning Íslands gerir það að verkum að landið verður í lykilstöðu nú þegar áhersla á norðurslóðir fer að aukast segir sérfræðingur í öryggismálum. Hlutverk Íslands verður ekki síst á vettvangi eftirlits- og björgunarmála á hafinu. Ísland mun án efa fá aukið hlutverk tengt öryggismálum á norðurslóðum á komandi árum þó áhrifamikil ríki og ríkjabandalög hafi enn ekki veitt þessu svæði fulla athygli, segir Robert C. Nurick, bandarískur sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Nurick var staddur hér á landi í síðustu viku á vegum Bandaríska sendiráðsins hér á landi og hélt fyrirlestur um öryggismál á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar. Augljóst er að Ísland verður í lykilhlutverki þegar kemur að björgunarmálum á þessu gríðarstóra hafsvæði þegar og ef skipaleiðir opnast með tilheyrandi olíuflutningum, eða þegar norðlæg ríki hefja frekari nýtingu á orkuauðlindum undir hafsbotni, segir Nurick í viðtali við Fréttablaðið. Hann segir að Ísland verði einnig í stóru hlutverki þegar komi að nýtingu þessara sömu orkuauðlinda. „Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum hefur ekki bara áhrif á samskipti ríkja á efnahagslegum forsendum, til að skipta þeim auðlindum sem finnast á svæðinu,“ segir Nurick. „Við það bætast til dæmis umhverfissjónarmið þar sem risavaxin olíuskip munu fara um svæðið með tilheyrandi hættu á skipssköðum og mengunarslysum.“ „Alþjóðasamfélagið áttar sig á því að það verður að undirbúa allar hliðar málsins, þar með talin viðbrögð við hættu af því tagi,“ segir Nurick. „Ríkin á þessu svæði verða að ná samkomulagi um ásættanlega hegðun á svæðinu og hver ábyrgð hvers og eins er. Þar verður einnig að koma skýrt fram hver eigi að bregðast við þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Staðsetning Íslands gerir það að verkum að landið verður afar mikilvægt í öllum þeim umræðum. Nurick nefnir að burtséð frá því hversu mikinn viðbúnað Ísland geti byggt upp geri staðsetningin Íslendingum mögulegt að fylgjast með skipaumferð á gríðarstóru hafsvæði, sem verði sífellt mikilvægara eftir því sem skipaumferð aukist. Eftirlitið mikilvægt„Það verður mjög mikilvægt í sjálfu sér að fylgjast með því hverjir eiga leið um hafsvæðið, hvert þeir eru að fara, hvernig ástandið er hjá hverjum og einum. Einnig verður að tryggja að sjófarendur geti átt samskipti hver við annan. Það er óhjákvæmilegt að Ísland taki stóran þátt í slíku eftirliti,“ segir Nurick. Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið lagt mikla áherslu á samvinnu á norðurslóðum á alþjóðavettvangi. „Það er enn einhver tími til stefnu, en þróun mála á norðurslóðum er hraðari en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Nurick. „Ég reikna með að ef ég yrði spurður myndi ég ráðleggja íslenskum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherslu á samvinnu á Norðurslóðum. Ég myndi reyndar ráðleggja öðrum ríkjum á svæðinu að gera það sama, þar með talið Bandaríkjunum. Það er vissulega tími til stefnu, en það verður mjög flókið að leysa úr álitaefnum sem upp munu koma og betra að vera komin lengra en styttra þegar þau koma upp.“ Nurick segir ekki rétt að orða það svo að bandarísk stjórnvöld hafi takmarkaðan áhuga á norðurslóðum. Réttara væri að segja að þau viti af mikilvægi svæðisins og hafi áhuga á því að koma að samvinnu á þessum slóðum. Staðreyndin sé hins vegar sú að stjórnvöld vestra hafi nóg annað á sinni könnu í öðrum heimsálfum. Athyglin sé frekar á Mið-Austurlöndum, Afganistan, Norður-Kóreu og víðar. „Bandarísk stjórnvöld eru þegar farin að leggja meiri áherslu á að móta sér stefnu fyrir norðurslóðir, en hvort sú vinna er komin upp á yfirborðið í samskiptum við önnur ríki er annað mál. En á næstu einu til tveimur árum mun þessi heimshluti fá meiri og meiri athygli í Washington. Það er óhjákvæmilegt,“ segir Nurick.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira