Kvótakerfi 2.0 Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum."
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun