Um réttar og rangar upplýsingar Andrés Pétursson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun