Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild Sindri Geir Óskarsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga?
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar