Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild Sindri Geir Óskarsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga?
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun