Milljarða atkvæðareikningur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum.
Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun