Klerkastéttin gegn forseta 2. mars 2012 06:00 Kosningaspjöld hafa verið áberandi víða í borgum Írans, þótt aðgangur að upplýsingum í fjölmiðlum og á netinu hafi verið takmarkaður. nordicphotos/AFP Stjórnarandstaðan í Íran á fyrirfram litla möguleika í þingkosningunum, sem haldnar verða í dag. Tveir helstu leiðtogar hennar hafa því hvatt landsmenn til þess að taka ekki þátt í kosningunum. Þetta eru þeir Hussein Mússaví og Mahdi Karrubi, sem buðu sig fram gegn Mahmoud Ahmadinejad forseta í forsetakosningum fyrir þremur árum. Fjölmenn mótmæli brutust út í kjölfar þeirra kosninga gegn Ahmadinejads, sem var sakaður um að hafa látið hagræða úrslitum kosninganna. Þau mótmæli voru barin niður og þeir Mússaví og Karrubi eru báðir enn í stofufangelsi. Þeir þurftu því að koma skilaboðum sínum til kjósenda um að sitja heima á framfæri í gegnum milligöngumenn. Stjórnvöld óttast að svipuð mótmæli geti brotist út í kjölfar þingkosninganna í dag. Meðal annars þess vegna hefur aðgangur almennings að internetinu verið takmarkaður verulega og strangt aðhald haft með fjölmiðlum. Þeim stjórnarandstæðingum, sem ætluðu að bjóða sig fram, hefur auk þess verið meinað að gera það. Af tæplega 5.900 manns sem upphaflega hugðust bjóða sig fram eru nú 3.444 í kjöri, eða rúmlega tveir þriðju upphaflegra frambjóðenda. Kosningabaráttan hefur því einkum snúist um innbyrðis átök tveggja meginfylkinga núverandi ráðamanna landsins. Annars vegar eru þar á ferðinni Mahmoud Ahmadinejad forseti og fylgismenn hans, einkum starfsmannastjóri forsetaskrifstofunnar, Rahim Mashaie, en hins vegar Ali Khameini erkiklerkur og mestöll klerkastéttin. Þótt Ahmadinejad sé forseti landsins þá er það klerkastéttin sem í reynd hefur síðasta orðið um flest stærri þjóðmálin. Henni er uppsigað við Ahmadinejad og Mashaie að því er virðist fyrir þá sök að þeir hafa stundum látið þjóðernissjónarmið ráða ferðinni frekar en trúarleg sjónarmið, sem birtist meðal annars í nokkuð reglulegum belgingi Ahmadinejads gagnvart Vesturlöndum. Klerkastéttinni virðist mikið í mun að áhrif Ahmadinejads minnki í þingkosningunum, og beitir áhrifum sínum á fjölmiðla og netmiðla ekki síður til að takmarka möguleika Ahmadinejads í kosningunum. Almennt virðist því mega búast við því að klerkastéttin treysti völd sín í kosningunum á kostnað forsetans, en stjórnarandstaðan fái lítið að gert. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Íran á fyrirfram litla möguleika í þingkosningunum, sem haldnar verða í dag. Tveir helstu leiðtogar hennar hafa því hvatt landsmenn til þess að taka ekki þátt í kosningunum. Þetta eru þeir Hussein Mússaví og Mahdi Karrubi, sem buðu sig fram gegn Mahmoud Ahmadinejad forseta í forsetakosningum fyrir þremur árum. Fjölmenn mótmæli brutust út í kjölfar þeirra kosninga gegn Ahmadinejads, sem var sakaður um að hafa látið hagræða úrslitum kosninganna. Þau mótmæli voru barin niður og þeir Mússaví og Karrubi eru báðir enn í stofufangelsi. Þeir þurftu því að koma skilaboðum sínum til kjósenda um að sitja heima á framfæri í gegnum milligöngumenn. Stjórnvöld óttast að svipuð mótmæli geti brotist út í kjölfar þingkosninganna í dag. Meðal annars þess vegna hefur aðgangur almennings að internetinu verið takmarkaður verulega og strangt aðhald haft með fjölmiðlum. Þeim stjórnarandstæðingum, sem ætluðu að bjóða sig fram, hefur auk þess verið meinað að gera það. Af tæplega 5.900 manns sem upphaflega hugðust bjóða sig fram eru nú 3.444 í kjöri, eða rúmlega tveir þriðju upphaflegra frambjóðenda. Kosningabaráttan hefur því einkum snúist um innbyrðis átök tveggja meginfylkinga núverandi ráðamanna landsins. Annars vegar eru þar á ferðinni Mahmoud Ahmadinejad forseti og fylgismenn hans, einkum starfsmannastjóri forsetaskrifstofunnar, Rahim Mashaie, en hins vegar Ali Khameini erkiklerkur og mestöll klerkastéttin. Þótt Ahmadinejad sé forseti landsins þá er það klerkastéttin sem í reynd hefur síðasta orðið um flest stærri þjóðmálin. Henni er uppsigað við Ahmadinejad og Mashaie að því er virðist fyrir þá sök að þeir hafa stundum látið þjóðernissjónarmið ráða ferðinni frekar en trúarleg sjónarmið, sem birtist meðal annars í nokkuð reglulegum belgingi Ahmadinejads gagnvart Vesturlöndum. Klerkastéttinni virðist mikið í mun að áhrif Ahmadinejads minnki í þingkosningunum, og beitir áhrifum sínum á fjölmiðla og netmiðla ekki síður til að takmarka möguleika Ahmadinejads í kosningunum. Almennt virðist því mega búast við því að klerkastéttin treysti völd sín í kosningunum á kostnað forsetans, en stjórnarandstaðan fái lítið að gert. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira