Misskilningur í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011? Leifur Geir Hafsteinsson skrifar 7. janúar 2012 06:00 Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar