Gler, kapal eða bor? Heimir Laxdal Jóhannsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Orkumál í Grímsey eru athyglisverð. Eftir mjög snögga leikmannsskoðun við eldhúsborðið skilst mér að það kosti sem svari sæmilegri íþróttahússbyggingu að leggja rafmagnsstreng út í eyna. Er sú kenning byggð á skýrslu nefndar iðnaðarráðuneytis um „SJÁLFBÆRT ORKUKERFI Í GRÍMSEY" frá árinu 2003. Með því að bæta við 10% mætti svo trúlega greiða kostnað íbúanna við að leggja rafkyndingar í hús sín þeim að skaðlausu miðað við að sá kostnaður væri hálf milljón á hús. Miðað við hraðsoðna eldhúsborðsútreikninga aftan á umslag virðist því einboðið að leggja eigi rafstreng út í Grímsey eins og gert var til Heimaeyjar. Hið merkilega við fréttir og umræðu um orkumál byggða úti á landi er að sjaldnast virðist horft á hagsmuni íbúanna sjálfra heldur er talað um kostnað við svokallaðar niðurgreiðslur. En eðli máls samkvæmt er íbúanum slétt sama hvort um niðurgreidda orku er að ræða eða ekki svo lengi sem kostnaðurinn er sá sami fyrir hann. En niðurgreiðsla og niðurgreiðsla er ekki það sama. Svokölluð niðurgreiðsla getur verið mjög hagkvæm. Eða hvaða heilvita manni dytti í hug að velja aðra aðferð en niðurgreiðslu við húshitun í Flatey á Breiðafirði t.d. sem er enn ein eyjan þar sem fólk hefur fasta búsetu? En þar virðist vera sama fyrirkomulag á orkumálum og í Grímsey ef marka má fyrrgreinda skýrslu sem reyndar er ekki alveg ný. Sé horft á hagsmuni Grímseyinga, þ.e. íbúanna sjálfra til tilbreytingar, er alls ekki víst að óbreytt ástand sé svo slæmt. Miðað við reynslu af hitaveituvæðingu í mínum heimabæ, Stykkishólmi, myndi það kosta hvern húseiganda upphæðir sem væru verulega íþyngjandi fyrir hvert heimili að skipta yfir í hitaveitu (væri kostur á því) miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þar og sem viðhöfð hafa verið í þessum málum víðast hvar hingað til. Það má velta þeirri spurningu upp hvort það sé ekki ábyrgðarlaust af opinberum aðilum að þvinga heimili út í þann mikla kostnað sem stundum hefur fylgt því þegar íbúum er gert undir hótunum um stórhækkun orkukostnaðar að skipta um orkusala og beina greiðslustraumum sínum vegna orkukaupa annað en þeir hafa gert fram að því. En þessi vinnubrögð minna óþægilega mikið á vinnubrögð samtaka af ákveðinni gerð sem ég vil helst ekki nefna á nafn og sem ég vona að sveitarstjórnarmenn og aðrir stjórnmálamenn vilji vonandi ekki líkjast eða kenna sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Orkumál í Grímsey eru athyglisverð. Eftir mjög snögga leikmannsskoðun við eldhúsborðið skilst mér að það kosti sem svari sæmilegri íþróttahússbyggingu að leggja rafmagnsstreng út í eyna. Er sú kenning byggð á skýrslu nefndar iðnaðarráðuneytis um „SJÁLFBÆRT ORKUKERFI Í GRÍMSEY" frá árinu 2003. Með því að bæta við 10% mætti svo trúlega greiða kostnað íbúanna við að leggja rafkyndingar í hús sín þeim að skaðlausu miðað við að sá kostnaður væri hálf milljón á hús. Miðað við hraðsoðna eldhúsborðsútreikninga aftan á umslag virðist því einboðið að leggja eigi rafstreng út í Grímsey eins og gert var til Heimaeyjar. Hið merkilega við fréttir og umræðu um orkumál byggða úti á landi er að sjaldnast virðist horft á hagsmuni íbúanna sjálfra heldur er talað um kostnað við svokallaðar niðurgreiðslur. En eðli máls samkvæmt er íbúanum slétt sama hvort um niðurgreidda orku er að ræða eða ekki svo lengi sem kostnaðurinn er sá sami fyrir hann. En niðurgreiðsla og niðurgreiðsla er ekki það sama. Svokölluð niðurgreiðsla getur verið mjög hagkvæm. Eða hvaða heilvita manni dytti í hug að velja aðra aðferð en niðurgreiðslu við húshitun í Flatey á Breiðafirði t.d. sem er enn ein eyjan þar sem fólk hefur fasta búsetu? En þar virðist vera sama fyrirkomulag á orkumálum og í Grímsey ef marka má fyrrgreinda skýrslu sem reyndar er ekki alveg ný. Sé horft á hagsmuni Grímseyinga, þ.e. íbúanna sjálfra til tilbreytingar, er alls ekki víst að óbreytt ástand sé svo slæmt. Miðað við reynslu af hitaveituvæðingu í mínum heimabæ, Stykkishólmi, myndi það kosta hvern húseiganda upphæðir sem væru verulega íþyngjandi fyrir hvert heimili að skipta yfir í hitaveitu (væri kostur á því) miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þar og sem viðhöfð hafa verið í þessum málum víðast hvar hingað til. Það má velta þeirri spurningu upp hvort það sé ekki ábyrgðarlaust af opinberum aðilum að þvinga heimili út í þann mikla kostnað sem stundum hefur fylgt því þegar íbúum er gert undir hótunum um stórhækkun orkukostnaðar að skipta um orkusala og beina greiðslustraumum sínum vegna orkukaupa annað en þeir hafa gert fram að því. En þessi vinnubrögð minna óþægilega mikið á vinnubrögð samtaka af ákveðinni gerð sem ég vil helst ekki nefna á nafn og sem ég vona að sveitarstjórnarmenn og aðrir stjórnmálamenn vilji vonandi ekki líkjast eða kenna sig við.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar