Ísland og hafið: viðbrögð við brotum Ísraels á alþjóðalögum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Magnús Magnússon skrifa 4. júní 2025 10:05 Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun