Erlent

Umsóknir um háskólanám aldrei fleiri í Danmörku

Umsóknir um háskólanám hafa aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Alls hafa tæplega 81 þúsund nemendur sótt um nám í háskólum landsins.

Þetta er 8% aukning frá því í fyrra en þá var einnig metaðsókn í háskólanám. Það er einkum nám í félagsfræðum og verkfræði sem er vinsælt meðal danskra stúdenta.

Í fréttum danskra fjölmiðla segir að á undanförnum áratug hafi fjöldi nemenda við háskóla landsins aukist um 43%. Þetta hefur haft þær afleiðingar að mörgum er hafnað vegna plássleysis. Þannig urðu háskólarnir að hafna tæplega 8.000 umsóknum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×