Munum rísa gegn dauðadómi samkynhneigðra 15. nóvember 2012 07:00 Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira