Enski boltinn

Gareth Bale um Charlie Adam: Tala ekki um fólk eins og hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale og Gylfi Þór Sigurðsson fagna í nótt.
Gareth Bale og Gylfi Þór Sigurðsson fagna í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gareth Bale lék með Tottenham í sigri á New York Red Bulls í nótt þrátt fyrir að hafa meiðst eftir ljóta tæklingu Liverpool-mannsins Charlie Adam í leiknum á undan. Bale er ekki búinn að fyrirgefa Skotanum.

Bale meiddist á ökkla eftir tæklingu Adam og var heppinn að meiðast ekki enn verr. Hann var mættur í slaginn í nótt og skoraði fyrra mark liðsins eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Gylfi skoraði síðan sigurmarkið með glæsilegu skoti.

„Ég tala ekki um fólk eins og hann. Hann veit sjálfur hvað hann gerði rangt og hans aðgerðir tala bara sínu máli," sagði Gareth Bale við Sky Sports.

„Þetta er búið að vera rússíbanaferð og mikið skrifað um þetta í fjölmiðlum en ég er ekki að fylgjast með því. Ég er að einbeita mér að því að komast í form og vera klár í byrjun tímabilsins," sagði Bale.

„Ég æfði í fyrsta sinn í morgun og er búin að vera kæla þetta allan sólarhringinn. Það var mikilvægt að ná að spila því það er lítið eftir að undirbúningstímabilinu," sagði Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×