Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla 2. október 2012 04:00 Á næstu árum munu grunnskólar landsins þurfa að endurnýja tölvu- og tækjakost til að fylgja þróun. Skólastjóri Melaskóla leggur til að ríkið komi að kostnaði við umskiptin. Tilraunaverkefni, líkt og í Vogaskóla í Reykjavík, hafa gefið góða raun. Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er stór hluti tölvubúnaðar í grunnskólum í Reykjavík úreltur og úr sér genginn. „Við erum nýbúin að fá fimmtán nýjar fartölvur til okkar, en það er ekki nóg,“ segir Björn Ottesen Pétursson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við Fréttablaðið. Þegar litið sé til framtíðar sé þörf á gagngerri endurnýjun í tölvukosti. „Ég hef áhyggjur af því að kostnaðurinn við að koma málum í rétt horf á næstu árum verði sveitarfélögunum ofviða. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort ríki og sveitarfélög geti ekki unnið saman í þessum málum.“ Ríkið leggur þegar fjármuni í grunnskólakerfið með námsgagnaútgáfu, en Björn segir að ef hluti af námsefni yrði settur á stafrænt form hlytist af því sparnaður sem hægt væri að nýta til tækjakaupa. „Stofnkostnaður yrði vissulega gífurlegur, en það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þessum málum.“ Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, segir aðspurð að um áhugaverða hugmynd sé að ræða, enda hafi tilraunaverkefni með nýja tækni og nýstárlega kennsluhætti lofað afar góðu. „Lausnin felst ekki einfaldlega í að kaupa iPad. Því að ný tæki skapa ekki nýtt skólastarf ef ekki verður framþróun í kennsluháttum,“ segir Oddný. „Við verðum að ákveða hvað við viljum gera og hvernig við getum ýtt undir sjálfstæði barna og unglinga til að hafa áhrif á sitt nám. Það er markmiðið, óháð tækjum og tólum, en ef tæknin getur hjálpað okkur til þess er það frábært.“ Aðspurð segir Oddný að sveitarstjórnir hafi ekki mikið svigrúm til þess að fjárfesta í umskiptum í tækjabúnaði. „Þannig er ég mjög opin fyrir því að skoða þessa hugmynd, að menntamálayfirvöld breyti flæði fjármagns frá hefðbundinni útgáfu námsefnis yfir í kaup á nýjum tækjabúnaði. En það sem mestu máli skiptir er innleiðing nýrra kennsluhátta og tækni getur flýtt fyrir því.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er stór hluti tölvubúnaðar í grunnskólum í Reykjavík úreltur og úr sér genginn. „Við erum nýbúin að fá fimmtán nýjar fartölvur til okkar, en það er ekki nóg,“ segir Björn Ottesen Pétursson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við Fréttablaðið. Þegar litið sé til framtíðar sé þörf á gagngerri endurnýjun í tölvukosti. „Ég hef áhyggjur af því að kostnaðurinn við að koma málum í rétt horf á næstu árum verði sveitarfélögunum ofviða. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort ríki og sveitarfélög geti ekki unnið saman í þessum málum.“ Ríkið leggur þegar fjármuni í grunnskólakerfið með námsgagnaútgáfu, en Björn segir að ef hluti af námsefni yrði settur á stafrænt form hlytist af því sparnaður sem hægt væri að nýta til tækjakaupa. „Stofnkostnaður yrði vissulega gífurlegur, en það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þessum málum.“ Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, segir aðspurð að um áhugaverða hugmynd sé að ræða, enda hafi tilraunaverkefni með nýja tækni og nýstárlega kennsluhætti lofað afar góðu. „Lausnin felst ekki einfaldlega í að kaupa iPad. Því að ný tæki skapa ekki nýtt skólastarf ef ekki verður framþróun í kennsluháttum,“ segir Oddný. „Við verðum að ákveða hvað við viljum gera og hvernig við getum ýtt undir sjálfstæði barna og unglinga til að hafa áhrif á sitt nám. Það er markmiðið, óháð tækjum og tólum, en ef tæknin getur hjálpað okkur til þess er það frábært.“ Aðspurð segir Oddný að sveitarstjórnir hafi ekki mikið svigrúm til þess að fjárfesta í umskiptum í tækjabúnaði. „Þannig er ég mjög opin fyrir því að skoða þessa hugmynd, að menntamálayfirvöld breyti flæði fjármagns frá hefðbundinni útgáfu námsefnis yfir í kaup á nýjum tækjabúnaði. En það sem mestu máli skiptir er innleiðing nýrra kennsluhátta og tækni getur flýtt fyrir því.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira